Í laginu eins og hjörtu, mjúkar að innan, þunnar og stökkar undir tönn – það er engin furða að Svíar elski vöfflur svona mikið.
Vöfflur henta fyrir flest tilefni, eftir því með hverju þú berð þær fram – sem eftirréttur, snarl eða forréttur.
Berðu vöfflurnar fram í eftirrétt með þeyttum rjóma og sultu eða ferskum berjum og bræddu súkkulaði. Eða sem smárétt með kaldreyktum eða gröfnum laxi með örlitlum sýrðum rjóma eða rjómaosti.
Það er gott að hafa vöfflurnar við höndina heima við þegar manni langar skyndilega í eitthvað gott því þær eru forbakaðar og þú þarft aðeins að taka þær úr frystinum og hita.