Með VINTERSAGA piparkökuhúsunum getur þú sett saman sex lítil hús úr piparkökum. Þú getur auðveldlega límt hlutana saman með glassúr samkvæmt leiðbeiningunum.
Slepptu þér í jólabakstrinum og leyfðu allri fjölskyldunni að taka þátt í að skreyta piparkökuhúsið með glassúri og sælgæti.
Notaðu smáu húsin sex til að búa til jólaþorp úr piparkökum eða þræddu þau með borða og hengdu þau upp á jólatréð eða í glugga.