Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
GLITTRAN
Í hvert sinn sem þú skolar salat, fyllir hraðsuðuketilinn eða þværð diska ert þú að gera nokkuð afar mikilvægt – spara vatn. Hvernig? Í öllum eldhúsblöndunartækjunum okkar er lítið sigti sem dregur úr vatnsnotkun en heldur sama þrýstingi. Við fundum ekki upp þennan búnað, en okkur þykir hann gott dæmi um það hvernig við getum saman sparað vatn, öllum til hagsbóta.
Fyrir fjórum árum byrjuðum við að bæta blöndunartækin okkar og réðum til verksins Antony Smith, verkfræðing frá Englandi sem hefur unnið með blöndunartæki í meira en áratug. Núna er hann búsettur í Svíþjóð og hluti af litlu teymi sem þróar blöndunartæki og sturtur fyrir IKEA. Líkt og allir nýir starfsmenn las Antony Játningar húsgagnasala eftir Ingvar Kamprad. Þar lýsir Ingvar yfir að „Það er dauðasynd að sóa auðlindum.“ Það hjálpaði Antony að skilja hversu mikilvægt vatnið er fyrir IKEA og hvernig starf hans getur fært okkur nær sjálfbærni.
„Þegar ég hóf störf hjá IKEA áttaði ég mig á því að við förum eftir eigin sannfæringu,“ segir Antony. „Það er skemmtileg nýbreytni en að sama skapi gerir það vinnuna okkar erfiðari þar sem hver vara sem við hönnum þarf að sýna fram á sjálfbærni.“ Af hverju er mikilvægt að varðveita vatn? Af því að vatn er ein mikilvægasta auðlind jarðarinnar. Þótt að jörðin sé að miklu leyti hulin vatni, þá er aðeins lítill hluti þess drykkjarhæft og enn minni hluti aðgengilegt. Engin lífvera kemst af án vatns og ekki er hægt að búa til nýtt vatn. Það er því endurnýtt í sífellu og birgðir okkar af ferskvatni eru ofnotaðar, misskiptar og spilltar af mengun, óhreinindum og loftslagsbreytingum.
IKEA kann að meta gæði og magn vatns og því ætlum við okkur að verða vatnshlutlaus fyrir 2020. Ein aðferð til að ná því markmiði er að finna einfaldar leiðir fyrir fólk til að spara vatn. Við tókum sigtin í notkun löngu áður en við settum okkur þetta markmið, en Antony og hans teymi eru að vinna að nýjum blöndunartækjum sem spara vatn með skynjurum og spraututækni. Bak við tjöldin má finna fleira sem við gerum til að ná markmiði okkar. Við viljum finna leiðir til að bæta vatnsnotkun á öllum sviðum, hvort sem það er hjá birgjum, á dreifingarstöðvum eða verslunum. Til að mynda útvegum við starfsfólki í verksmiðjum okkar hreint drykkjarvatn, tryggjum að vatnið í verksmiðjunni sé hreint áður en við losum það aftur út í náttúruna, drögum úr vatnsnotkun við vefnaðarframleiðslu og notum regnvatn til að sturta niður salernum í verslunum. „Það er góð ástæða fyrir því að við leggjum mikið á okkur," segir Antony.
Sigtið í eldhúsblöndunartækinu þínu er aðeins ein af aðferðum okkar til að varðveita vatn. „Við sem þurfum einfaldlega að skrúfa frá krana til að fá vatn leiðum kannski ekki hugann mikið að vatnsparnaði. Við göngum að því vísu," segir Antony. Hann og teymið hans hugsa þó um vatnssparnað í hverju skrefi. Hluti af því er að skapa jákvæð áhrif á fólk og umhverfið. Við teljum að hver dropi skipti máli og við erum þér þakklát fyrir að leggja þitt að mörkum með eldhúsblöndunartækinu þínu!
Upphitun vatns er allt að 25% af orkunotkun heimilisins á köldum svæðum. Með því að nota vatn á skilvirkan hátt dregur þú úr orkunotkun og um leið kolefnislosun. Leitaðu eftir orkumerkingu og hafðu áhrif á vatnsnotkun þína. Merkingarnar eru litakóðaðar og sýna hversu mikla orku og vatn varan notar. Vörur með grænar merkingar nota minna en rauðmerktar. Nánari upplýsingar er að finna á uwla.eu.
Látún er blanda af kopar og sinki og hlutföllin fara eftir því hvaða eiginleikum óskað er eftir. Kopar er yfirleitt aðalefnið og því meira af sinki sem þú bætir við hann því sterkari verður hann en einnig verður erfiðara að móta hann og meiri hætta á ryði. . Hægt er að endurvinna látúnið sem slíkt en ekki upprunalegu málmana. Við hjá IKEA notum látún í hnúða, höldur, ramma og blöndunartæki
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Í blöndunartækinu eru harðir, endingargóðir keramikdiskar sem þola vel núninginn sem verður þegar hitastigi vatnsins er breytt.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Með vatnssparandi búnaði sem heldur vatnsflæðinu góðu og notar minna vatn og orku.
Vörunúmer 104.685.11
1 pakkning(ar) alls
Ekki nota ræstiduft, stálull, harða eða beitta hluti sem geta rispað yfirborðið. Þurrkaðu af með mjúkum, rökum klút og mildum uppþvottalegi eða sápu, ef þörf krefur. Þurrkaðu með hreinum klút.
Prófað og vottað samkvæmt viðeigandi stöðlum fyrir tækjabúnað, gæði og öryggi.
Hægt er að tengja blöndunartækið við háþrýstivatnskerfi. Prófað til að þola þrýsting að hámarki 10 bör (1.000 kPa). Æskilegur þrýstingur er 1,0 – 5,0 bör (100 kPa – 500 kPa).
Hafðu samband við fagaðila ef þú ert ekki viss um hvernig á að setja upp. Uppsetning þarf alltaf að vera í samræmi við gildandi reglugerðir.
Festist í 35 mm gat í vask/borðplötu sem er að hámarki 50 mm þykk.
Verkfæri til að auðvelda þér að festa blöndunartækið á sinn stað fylgir.
Vatns- og orkusparandi búnaður (8 l/mín.) fyrir háþrýstikerfi er innifalinn.
Slöngur með 10 mm (3/8") tengingu innifaldar. Lengd: 35 cm.
Hámarkshiti á vatni sem tengt er við er 80°C/176°F. Það er mælt með að vatnið sé 65°C/149°F.
Hægt er að fá varahluti í þessa vöru. Hafðu samband við þjónustuver eða umbúðalaust fyrir nánari upplýsingar.
Snúningsstútur: 360°.
Tegund blöndunartækja | Blöndunartæki í eldhús |
Gildandi vörustaðlar | EN 817 |
Hámarksstreymi við 3 bör | 8 l/min (2,1 gpm) |
Hámarksstöðuþrýstingur | 10 bar (145,0 psi) |
Prófað fyrir stöðuþrýsting upp að | 16 bar (232,0 psi) |
Lágmarksvinnuþrýstingur | 0,5 bar (7,25 psi) |
Æskilegur vinnuþrýstingur | 1-5 bör (14,5-72,5 psi) |
Hámarkshiti á heita vatninu | 80˚C (176˚F) |
Æskilegt hitastig á heita vatninu | 60-65°C |
Æskilegt hitastig á kalda vatninu | 10 -15˚C (50-59˚F) |
Lengd slöngutengis | 450 mm (17 3/4 '') |
Stærð slöngutengis | G3/8” (R10) |
Hámarksþykkt borðplötu | 50 mm (2'') |
Stærð gats fyrir festingu | 34-37 mm (1 3/8-1 7/16”) |
Sigti innifalið | Nei |
Vottun þriðja aðila | BELGAQUA|GDV|KIWA Sverige|VA|ACS|KIWA NL|SINTEF|PZH|KIWA Type 2 |
Lengd: | 38 cm |
Breidd: | 35 cm |
Hæð: | 6 cm |
Heildarþyngd: | 2,31 kg |
Nettóþyngd: | 1,86 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 7,3 l |
Aðeins nýjasta útgáfa skjalanna er í boði fyrir niðurhal. Það þýðir að það gæti verið eitthvað öðruvísi í skjalinu sem þú hleður niður og útgáfunni sem fygldi vörunni.
Tegund blöndunartækja | Blöndunartæki í eldhús |
Gildandi vörustaðlar | EN 817 |
Hámarksstreymi við 3 bör | 8 l/min (2,1 gpm) |
Hámarksstöðuþrýstingur | 10 bar (145,0 psi) |
Prófað fyrir stöðuþrýsting upp að | 16 bar (232,0 psi) |
Lágmarksvinnuþrýstingur | 0,5 bar (7,25 psi) |
Æskilegur vinnuþrýstingur | 1-5 bör (14,5-72,5 psi) |
Hámarkshiti á heita vatninu | 80˚C (176˚F) |
Æskilegt hitastig á heita vatninu | 60-65°C |
Æskilegt hitastig á kalda vatninu | 10 -15˚C (50-59˚F) |
Lengd slöngutengis | 450 mm (17 3/4 '') |
Stærð slöngutengis | G3/8” (R10) |
Hámarksþykkt borðplötu | 50 mm (2'') |
Stærð gats fyrir festingu | 34-37 mm (1 3/8-1 7/16”) |
Sigti innifalið | Nei |
Vottun þriðja aðila | BELGAQUA|GDV|KIWA Sverige|VA|ACS|KIWA NL|SINTEF|PZH|KIWA Type 2 |
Vörunúmer 104.685.11
Vörunúmer | 104.685.11 |
Tegund blöndunartækja | Blöndunartæki í eldhús |
Gildandi vörustaðlar | EN 817 |
Hámarksstreymi við 3 bör | 8 l/min (2,1 gpm) |
Hámarksstöðuþrýstingur | 10 bar (145,0 psi) |
Prófað fyrir stöðuþrýsting upp að | 16 bar (232,0 psi) |
Lágmarksvinnuþrýstingur | 0,5 bar (7,25 psi) |
Æskilegur vinnuþrýstingur | 1-5 bör (14,5-72,5 psi) |
Hámarkshiti á heita vatninu | 80˚C (176˚F) |
Æskilegt hitastig á heita vatninu | 60-65°C |
Æskilegt hitastig á kalda vatninu | 10 -15˚C (50-59˚F) |
Lengd slöngutengis | 450 mm (17 3/4 '') |
Stærð slöngutengis | G3/8” (R10) |
Hámarksþykkt borðplötu | 50 mm (2'') |
Stærð gats fyrir festingu | 34-37 mm (1 3/8-1 7/16”) |
Sigti innifalið | Nei |
Vottun þriðja aðila | BELGAQUA|GDV|KIWA Sverige|VA|ACS|KIWA NL|SINTEF|PZH|KIWA Type 2 |
Vörunúmer 104.685.11
Hæð: | 28 cm |
Lengd: | 25 cm |
Vörunúmer: | 104.685.11 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 38 cm |
Breidd: | 35 cm |
Hæð: | 6 cm |
Heildarþyngd: | 2,31 kg |
Nettóþyngd: | 1,86 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 7,3 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls