Saga
Í hvert sinn sem þú skolar salat, fyllir hraðsuðuketilinn eða þværð diska ert þú að gera nokkuð afar mikilvægt – spara vatn. Hvernig? Í öllum eldhúsblöndunartækjunum okkar er lítið sigti sem dregur úr vatnsnotkun en heldur sama þrýstingi. Við fundum ekki upp þennan búnað, en okkur þykir hann gott dæmi um það hvernig við getum saman sparað vatn, öllum til hagsbóta.
Með INSJÖN eldhúsblöndunartæki með skynjara verða eldhúsverkin enn auðveldari og hreinlegri þar sem þú getur skrúfað frá og fyrir vatnið með örlítilli handahreyfingu – án þess að snerta kranann. Við viljum þó ekki að vatn renni í hvert sinn sem þú kemur nálægt vaskinum og því fundum við einfalda lausn: Að setja skynjarann á hlið blöndunartækisins. Þannig verður blöndunartækið líka fallegra.
Giorgia Nervi, vöruhönnuður, sýnir hvernig maður skrúfar frá. „Skynjari eykur hreinlæti í eldhúsinu þar sem þú þarft ekki að snerta blöndunartækið,“ segir Giorgia. „Að auki sparar þú vatn þar sem blöndunartækið gefur frá sér minna vatnsflæði þegar þú skrúfar frá með skynjaranum fremur en með handfanginu.“
Fyrir fjórum árum byrjuðum við að bæta blöndunartækin okkar og réðum til verksins Antony Smith, verkfræðing frá Englandi sem hefur unnið með blöndunartæki í meira en áratug. Núna er hann búsettur í Svíþjóð og hluti af litlu teymi sem þróar blöndunartæki og sturtur fyrir IKEA. Líkt og allir nýir starfsmenn las Antony Játningar húsgagnasala eftir Ingvar Kamprad. Þar lýsir Ingvar yfir að „Það er dauðasynd að sóa auðlindum.“ Það hjálpaði Antony að skilja hversu mikilvægt vatnið er fyrir IKEA og hvernig starf hans getur fært okkur nær sjálfbærni.
Skrúfar sjálft fyrir
Fyrirtæki helgað málstað
„Þegar ég hóf störf hjá IKEA áttaði ég mig á því að við förum eftir eigin sannfæringu,“ segir Antony. „Það er skemmtileg nýbreytni en að sama skapi gerir það vinnuna okkar erfiðari þar sem hver vara sem við hönnum þarf að sýna fram á sjálfbærni.“ Af hverju er mikilvægt að varðveita vatn? Af því að vatn er ein mikilvægasta auðlind jarðarinnar. Þótt að jörðin sé að miklu leyti hulin vatni, þá er aðeins lítill hluti þess drykkjarhæft og enn minni hluti aðgengilegt. Engin lífvera kemst af án vatns og ekki er hægt að búa til nýtt vatn. Það er því endurnýtt í sífellu og birgðir okkar af ferskvatni eru ofnotaðar, misskiptar og spilltar af mengun, óhreinindum og loftslagsbreytingum.
Með örlítilli handahreyfingu getur Giorgia skrúfað fyrir vatnið. Hún getur einnig beðið stutta stund þar sem tímastillir skrúfar sjálfkrafa fyrir vatnið eftir 10 sekúndur. Það er mikilvægt atriði. „Ímyndaðu þér að þú sért að fylla pott af vatni þegar síminn hringir og eitthvað byrjar að brenna á helluborðinu. Allt í einu hafa tvær mínútur liðið og margir lítrar af vatni farnir í vaskinn.“ Giorgia og teymið hennar prófuðu sig áfram þar til þau fundu hinn fullkomna tíma með því að mæla hversu langan tíma það tekur að fylla meðalstórt glas af vatni. Sá tími reyndist vera 10 sekúndur.
Skynjari á nýjum stað
Sparaðu vatnið
IKEA kann að meta gæði og magn vatns og því ætlum við okkur að verða vatnshlutlaus fyrir 2020. Ein aðferð til að ná því markmiði er að finna einfaldar leiðir fyrir fólk til að spara vatn. Við tókum sigtin í notkun löngu áður en við settum okkur þetta markmið, en Antony og hans teymi eru að vinna að nýjum blöndunartækjum sem spara vatn með skynjurum og spraututækni. Bak við tjöldin má finna fleira sem við gerum til að ná markmiði okkar. Við viljum finna leiðir til að bæta vatnsnotkun á öllum sviðum, hvort sem það er hjá birgjum, á dreifingarstöðvum eða verslunum. Til að mynda útvegum við starfsfólki í verksmiðjum okkar hreint drykkjarvatn, tryggjum að vatnið í verksmiðjunni sé hreint áður en við losum það aftur út í náttúruna, drögum úr vatnsnotkun við vefnaðarframleiðslu og notum regnvatn til að sturta niður salernum í verslunum. „Það er góð ástæða fyrir því að við leggjum mikið á okkur," segir Antony.
Skynjari er yfirleitt staðsettur á framanverðu blöndunartækinu. Hvernig stendur á því? Giorgia velti þessu fyrir sér: „Hugsaðu um allt sem þú gerir í kringum vaskinn án þess að nota vatn, eins og að kæla niður súpupott eða afhýða grænmeti. Þú vilt þá ekki að vatn flæði skyndilega yfir allt saman.“ Þess vegna settu þau skynjarann á hliðina. Að auki gerir það blöndunartækið snyrtilegra í útliti. Giorgia er afar sátt við það sem INSJÖN hefur upp á að bjóða; betra hreinlæti og minni vatnsnotkun – ásamt því að draga úr orkunotkun við að hita vatn. „Nú er enn einfaldara fyrir þig að vera sjálfbærari í eldhúsinu.“
Við trúum að hver dropi skipti máli
Sigtið í eldhúsblöndunartækinu þínu er aðeins ein af aðferðum okkar til að varðveita vatn. „Við sem þurfum einfaldlega að skrúfa frá krana til að fá vatn leiðum kannski ekki hugann mikið að vatnsparnaði. Við göngum að því vísu," segir Antony. Hann og teymið hans hugsa þó um vatnssparnað í hverju skrefi. Hluti af því er að skapa jákvæð áhrif á fólk og umhverfið. Við teljum að hver dropi skipti máli og við erum þér þakklát fyrir að leggja þitt að mörkum með eldhúsblöndunartækinu þínu!