BUSKBO
Hægindastóll,
reyr

26.950,-

19.950,-

Magn: - +
BUSKBO
BUSKBO

BUSKBO

26.950,-
19.950,-
Vefverslun: Til á lager
Úr handofnum reyr, lifandi hráefni sem færir hverjum hægindastól einstaka eiginleika. Léttur en sterkur í senn og faðmar þig að sér. Frábær leið til að bjóða náttúrunni heim.
BUSKBO hægindastóll

Bjóddu náttúrunni heim með reyr

Reyr er náttúrlegt efni með eigin vilja. Þess vegna vinnum við með reyndu handverksfólki til að laga reyrinn að hagnýtum vörum. Samstarfið gerir þér kleift að eiga einstök og handgerð húsgögn á heimilinu – gerð af fólki og náttúrunni.

Reyr er af pálmatré sem vex hratt. Það þarf fyrst að sjóða hann og sólþurrka áður en hægt er að móta hann í mismunandi form, sem hægt er að sitja og hvíla sig á eða skreyta heimilið með. Þar kemur handverksfólkið okkar inn. „Við getum ekki gert alvöru reyrvörur án þeirra. Það býr yfir sérkunnáttu sem vélar geta ekki hermt eftir,“ segir Andreas Fredriksson, sem hefur hannað nokkur reyrhúsgögn í samvinnu við handverksfólkið.

Einstök húsgögn

Með reyr er hægt að búa til hringlótt og óregluleg form sem getur reynst erfitt að fá með öðrum efnivið. Reyrinn er breytilegur að lit og lögun. Það gerir það ómögulegt að búa til tvö húsgögn sem eru nákvæmlega eins. Þess í stað færðu einstaka muni sem gera heimilið hlýlegt og notalegt. „Það er til efniviður sem eru auðveldari í meðhöndlun en útlitið er það sem gefur reyrnum karakter. Hann getur skapað skemmtilega andstæðu við aðra hluti á heimilinu,“ segir Andreas.

Í samvinnu við náttúruna

Ef rétt er farið með reyrinn er hægt að breyta honum í nánast hvað sem er, jafnvel fagurmótuð húsgögn sem passa í flatar pakkningar. En hönnunin ræðst ekki aðeins af hönnuðinum og handverksfólkinu. „Þú þarft að vera í góðu samstarfi við móðir náttúru og finna nýjar lausnir – en það er þess virði þegar allt gengur upp,“ segir Andreas.

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er reyr?

Reyr er sterkur en léttur og sveigjanlegur efniviður sem er unninn eru úr stilkum reyrplöntunnar. Það er hægt að nota hann bæði heilan og skorinn í þynnri ræmur sem eru svo fléttaðar í nytjavörur eins og húsgögn og körfur. Reyr tilheyrir pálmaættinni og klifrar upp aðrar trjátegundir en þó þarf ekki að fella nein tré til að uppskera reyrstilkana. Þar sem efniviðurinn er náttúrulegur og vörurnar eru oftar en ekki handgerðar af færu handverksfólki er hver vara einstök í útliti.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X