Með því að skipta út alkalín rafhlöðum fyrir LADDA hleðslurafhlöður, sem þú hleður með LITOSFÄR, kemur þú til með að spara pening, minnka úrgang og draga úr umhverfisáhrifum þínum.
LITOSFÄR er hagkvæmt hleðslutæki fyrir rafhlöður og þú getur einnig geymt rafhlöður í því.
Átta hólf og því hægt að hlaða eina til átta hleðslurafhlöður samtímis og blanda saman AA og AAA rafhlöðum.
Vinstra megin getur þú geymt allt að átta AA rafhlöður og fjórar AAA rafhlöður svo þær séu alltaf til taks.
Síhleðsla fer í gang þegar rafhlöðurnar eru fullhlaðnar ef hleðslutækið er ekki tekið úr sambandi. Það má geyma rafhlöðurnar í hleðsluhólfunum án þess að hlaða þær.
Hleðslutækið fyrir rafhlöður er úr 50% endurunnu plasti.