STYRSPEL
Leikjastóll,
grátt/rautt

37.950,-

Magn: - +
STYRSPEL
STYRSPEL

STYRSPEL

37.950,-
Vefverslun: Er að klárast
STYRSPEL leikjastóllinn hjálpar þér að ná árangri í tölvuleiknum. Þú getur stillt höfuðpúðann, bakstuðninginn og sætið í þá hæð og dýpt sem þú vilt. Netefnið í stólnum hleypir lofti í gegnum sig og heldur hitastiginu góðu þegar hiti færist í leikinn.
STYRSPEL leikjastóll

Færðu þig upp í næsta borð

Þúsundir einstaklinga hafa tölvuleikjaspil að atvinnu og milljónir einstaklinga hafa það sem áhugamál. Það sem sameinar þessa einstaklinga er áhugi á rafíþróttum og áskorunum á tölvuskjánum. Þetta felur stundum í sér langar setur og auma vöðva. STYRSPEL gerir þér kleift að fínstilla líkamsstöðuna svo þér líði sem best þegar þú slærð persónuleg met og ferð í næsta borð.

„Jafnvel þótt þú sért ekki tölvuleikjaspilari þekkir þú kannski einhver sem eru það. Í hverri fjölskyldu er oftast einn slíkur,“ segir Ola Kristensson vöruhönnuður. „Margir leikjastólar á markaðnum líkjast keppnisstólum en við vildum gera eitthvað annað, eitthvað lýsandi fyrir IKEA og með öllum nauðsynlegum eiginleikum.“

Þægindi og nytsamlegir eiginleikar

„STYRSPEL hefur útlitið og notagildið sem okkur finnst oft vanta í hefðbundnum leikjastólum,“ segir hann. Bakið og breidd sætisins eru fyrir öll sem vilja sitja þægilega við skjáinn. „Við notum sterkt netefni í stað bólstraðrar setu. Efnið andar vel og er svalandi sem er þægilegt ef fólk situr lengi. Það er mýkra en mörg önnur netefni. Stillingarnar á stólnum eru byggðar á innsæi svo að fólk ætti að geta áttað sig á þeim fljótt.“

Fyrir alls konar tölvuleiki

STYRSPEL hefur eiginleika sem henta tölvuleikjaspilurum en eru auðvitað fyrir hvern sem er, líkt og armarnir sem eru hreyfanlegir í allar áttir. „Fjarlægðin milli olnboganna er mismunandi eftir því hvort þú spilar í tölvu, með fjarstýringu eða í síma. STYRSPEL gerir þér kleift að fínstilla líkamsstöðuna og sitja á afslappaðan hátt, sama hvernig tölvuspil þú spilar.“ Stóllinn hefur góða eiginleika sem geta gefið betri upplifun og kannski betri árangur í tölvuleiknum. Hann er líka frábær fyrir fólk sem býr með tölvuleikjaspilaranum og þarf kannski stundum að fá þægilegan stól lánaðan.

Sjá meira Sjá minna

Coordination

Þú spilar leikinn. Við sjáum um restina.

IKEA vill auðvelda tölvuleikjaspilurum að koma sér upp góðri aðstöðu heima hjá sér. Í úrvalinu okkar finnur þú allt sem þarf – hvort sem það er fyrir aðstöðuna eða stemninguna.

Hugleiðingar hönnuða

David Wahl, hönnuður

„Þegar ég hannaði STYRSPEL vildi ég gera stól sérstaklega ætlaðan fyrir tölvuleikjaspil og nýta mér þekkingu IKEA á húsbúnaði. Ég vildi hafa stólinn flottan og með alla nauðsynlega eiginleika sem þarf þegar setið er tímunum saman fyrir framan tölvuna. Hugmyndin að útlitinu kom frá þrívíddarteikningum sem eru oft notaðar í tölvuteiknun. Ég vona að hann nýtist tölvuleikjaunnendum á öllum aldri.“


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X