Tölvuleikjaaðstaðan verður að vera þægileg, sérstaklega ef leikurinn dregst á langinn. Þess vegna er borðplatan djúp – svo skjáirnir geti verið í þægilegri fjarlægð.
Það er auðvelt að halda skrifborðinu snyrtilegu með snúruhirslum undir borðplötunni.
Endingargott og sterkbyggt með möttu yfirborði sem fer vel með augun því ljós speglast lítið á því.
Þegar þú setur skrifborðið saman stillir þú hæðina eftir því sem hentar þér. Ef þú þarft að hækka eða lækka skrifborðið þarf að taka fæturna af.
Grindin er stillanleg og hentar því fyrir UTMANING borðplötur sem eru 120 og 160 cm á breidd sem gerir þér kleift að breyta stærðinni á skrifborðinu þínu án þess að skipta um grind.
Brún borðplötunnar styður þægilega við úlnliði og framhandleggi.
Nett tölvuleikjaborð sem rúmar einn skjá.
Það er lítið mál að halda borðinu snyrtilegu því snúrubakki með loki heldur utan um snúrurnar.
Undir borðinu er nóg pláss til að rúlla stólnum til og frá eða hreyfa fæturna. Tveir snagar á borðinu henta vel fyrir heyrnartól og töskur.