Hægt er að stilla hæð fótanna í sex mismunandi stillingum frá 68 til 78 cm og því getur þú alltaf setið í þægilegri hæð.
Hillan stækkar borðplássið á ýmsan hátt. Hún virkar sem skjástandur og getur staðið undir 24 tommu skjá eða sem hilla til að skarta uppáhaldshlutunum þínum.
Þú getur rennt lyklaborð og músi undir hilluna þegar þú ert ekki að spila til að búa til meira pláss á borðinu. Þegar þú ert til í að hefja leika er lyklaborðið og músin innan handar.
Þú getur líka haft litlar skrifborðshirslur undir hillunni fyrir stýripinna og aðra smáhluti.
Með ólunum getur þú hengt upp tölvuturninn til að spara borðpláss og koma í veg fyrir að tölvan ofhitni.
Snúrubakkinn heldur utan um snúrur og innstungur og losar pláss á skrifborðinu.
Þú getur geymt mikilvæga hluti eins og heyrnatól innan handar með snögunum sem eru innan og utan á grindinni – vinstra megin, hægra megin og fyrir framan skrifborðið.
Það er þægilegt að halla sér að sniðskornu framhliðinni sem kemur sér vel ef leikurinn framlengist.
Kemur vel út með LÖPARBANA leikjastól.