GRÖNFJÄLL
Skrifborðsstóll með örmum,
Letafors grátt/svart

49.950,-

Magn: - +
GRÖNFJÄLL
GRÖNFJÄLL

GRÖNFJÄLL

49.950,-
Vefverslun: Til á lager

Hentar til notkunar í atvinnuskyni.

Samstilltur hallabúnaður gerir það að verkum að stóllinn fylgir bakinu þínu. Stóllinn hallast aftur þegar þú hallar þér og opnar þannig mjaðmir. Þetta bætir blóðflæði og getur aukið orku.

Hægt er að stilla dýpt sætisins til þess að fá góðan bakstuðning og líkamsþyngdin dreifist jafnt á sætið. Þetta leiðir til betra blóðflæðis í fótleggjum og minni þrýstingi á hnén.

Stillanlegur mjóbaksstuðningur gerir þér kleift að sitja í réttri stöðu og hlífa vöðvunum.

Læsing á sætishalla gerir þér kleift að stilla hallann og læsa hann í þrem mismunandi stöðum.

Hjólin læsast þegar enginn situr í stólnum og þegar þú stendur upp haldast þau kyrr.

10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.

Stillanlegir armar veita þér góðan stuðning. Þú getur stillt hæð og breidd og hallað örmunum þannig að þeir styðja við úlnlið, til dæmis þegar þú ert að skoða símann.

LETAFORS áklæði með kælandi áhrif sem er einstaklega þægilegt þegar þú situr lengi. Auðvelt að halda hreinu og fær síður á sig bletti.

Áhersla var lögð á réttu liti og áferð til að færa vinnuaðstöðunni samhljóm og vott af náttúru.

Hægt er að taka af áklæði á sæti og örmum og setja í vél.

Hugleiðingar hönnuða

A. Andreevski, C. Asmussen og K. Shadley, hönnuðir

„Við hönnun GRÖNFJÄLL skrifborðsstólsins var ákveðin áskorun að búa til þægilegan stól með góðan stuðning sem gæti hentað ólíkum líkamsgerðum. Það var augljóst að stóllinn þyrfti að vera með stillanlega hæð sætis og arma, sem og aðrar stillingar sem gera notendum kleift að sérsníða stólinn sinn áreynslulaust. Þannig getur hann hjálpað til við að draga úr óþægindum og álagi við lengri notkun. Útkoman er þægilegur stóll sem ýtir undir langvarandi vellíðan notandans.“


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X