10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Netefnið í bakinu hleypir lofti í gegn og því er þægilegt að sitja í stólnum til lengri tíma.
Stóllinn hentar afar vel til vinnu því hann hefur margar stillingar svo hægt sé að aðlaga hann að líkama hvers og eins.
Grann áklæðið er úr gæðaleðri úr hæsta gæðaflokki. Með tímanum verður það mýkra, fær á sig dekkri tón og fallega áferð.
Stillanleg sætishæð – stuðlar að góðri líkamsstöðu og dregur úr álagi við mjóbak.
Samstilltur halli – hreyfist með þér þegar þú hallar þér aftur, opnar mjaðmir og búk til að bæta blóðrás og orku.
Sjálfvirk mótstaða – stillir mótstöðu baksins eftir líkamsþyngd.
Stillanleg sætisdýpt – gerir þér kleift að aðlaga stólinn til að styðja betur við læri og bak.
Stillanlegur stuðningur við mjóbak – stuðlar að góðri líkamsstöðu og dregur úr álagi við mjóbak.
Stillanlegir armar (2D) – hjálpa þér að finna þægilega stöðu fyrir handleggi og axlir. Stillanleg hæð og breidd.
Stillanlegur höfuðpúði – léttir á álagi á hálsi og öxlum.
Öryggisbúnaður – hjólin læsast þegar stóllinn er ekki í notkun til að halda honum tryggilega á sínum stað.
Hallalæsing (3 stöður) – Læsir stólnum í mismunandi halla fyrir aukinn stöðugleika og stuðning.
Hentar til notkunar í atvinnuskyni.