Hönnun baksins veitir líkamanum, hálsinum og höfðinu góðan stuðning.
Armarnir fylgja hreyfingum þínum og hægt er að stilla hæð þeirra sem dregur úr álagi á hendur og axlir.
Hjólin eru gúmmíklædd og renna því mjúklega á hvaða gólfi sem er.
Hentar til notkunar í atvinnuskyni.
Samstilltur hallabúnaður gerir það að verkum að stóllinn fylgir bakinu þínu. Stóllinn hallast aftur þegar þú hallar þér og opnar þannig mjaðmir. Þetta bætir blóðflæði og getur aukið orku.
Hægt er að stilla hæð sætisins svo þú getir setið í alveg uppréttri stöðu.
Læsing á sætishalla gerir þér kleift að stilla hallann og læsa hann í þrem mismunandi stöðum.
Hjólin læsast þegar enginn situr í stólnum og þegar þú stendur upp haldast þau kyrr.
Sjálfvirkur sætishalli aðlagar sig að hreyfingum þínum og þyngd. Sætisbakið ýtir létt á bakið á þér og hjálpar þér þannig að halda virkri setstöðu.
Þegar þú hallar þér aftur gerir samstillti hallabúnaðurinn þér kleift að hafa fætur á fólfinu og horfa beint fram. Þú teygir úr brjóstkassanum án þess að setja álag á lærin, sem er betra fyrir blóðrásina.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Það er einfalt að halda stólnum hreinum því hægt er að taka áklæðin af og þvo í vél.
Hægt er að taka áklæðið af sætinu og stólbakinu. Til að taka það af og setja aftur á skalt þú fylgja samsetningarleiðbeiningunum.