Skynsemi og fegurð er góð blanda. Þynnan þolir raka, rispur og högg. Viðarmynstrið er fallegt og gefur yfirborðinu náttúrulegt og líflegt yfirbragð.
Einstaki blindnaglinn auðveldar samsetningu og festingarnar eru varla sjáanlegar.
Bættu við ENHET aukahlutum til að nýta hirsluna til hins ýtrasta. Engin þörf á að bora! Seldir sér.
Í þessari samsetningu eru skápar þar sem þú getur falið stærri hluti og opin hirslueining þar sem þú getur stillt upp því sem þú vilt og lagt frá þér hluti sem enda oft á handlauginni.
Tvær handlaugar veita þér rými til að slaka á og fara í gegnum rútínuna þína á þínum hraða eftir langan dag.