Hægt er að láta hurðina opnast til hægri eða vinstri.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Klassískt útlit með fallegum smáatriðum eins og sniðskornum þiljum. Hefðbundinn stíll sem fer aldrei úr tísku.
Veggbrautin sem er innifalin auðveldar þér að festa skápinn á vegg. Festu veggbrautina fyrst á vegginn og settu svo skápana á brautina og festu.
Einstaki blindnaglinn auðveldar samsetningu og festingarnar verða varla sjáanlegar.
Hægt er að bæta við tveimur fótum. Það er einfalt að skrúfa þá á með stoppskrúfum sem eru neðan á skápnum. Selt sér.
Lamirnar eru með innbyggðum dempurum sem hægja á hurðinni og loka henni bæði hljóðlega og mjúklega.
Bættu við hnúði eða höldu sem fellur að þínum stíl. Selt sér.
Skápurinn er festur upp á vegg. Það léttir á baðherberginu og einfaldar þér að skúra gólfið. Þú getur einnig bætt við fótum.
Skápurinn er með sýnilegri og lokaðri hirslu því efri hluti hurðarinnar er úr gleri.
Glerhurðin skapar þá tilfinningu að rýmið sé stærra og gerir þér kleift að sjá hlutina þína á sama tíma og hún verndar þá fyrir ryki.
Passar vel við vörur úr TÄNNFORSEN vörulínunni. Skapaðu baðherbergi sem hentar þér fullkomlega.