ENHET
Grunnskápur með hillu,
80x60x75 cm, hvítt

14.950,-

ENHET
Varan er afgreidd úr vöruhúsi IKEA og því er vöruvöktun ekki í boði. Vinsamlega hafðu samband við þjónustuver eða komdu í verslunina til að leggja inn biðpöntun.
ENHET

ENHET

14.950,-
Vefverslun: Uppselt
ENHET línan auðveldar þér að skipuleggja eldhúsið frá grunni. Skápur með hillu er tilvalinn fyrir hluti á borð við potta, skálar eða lítil heimilistæki. Gerðu hann að þínum með ENHET hurð sem höfðar til þín.
ENHET grunnskápur með hillu

Nýsköpun verður til þegar við deilum þekkingu

ENHET línan eru fyrstu hirslurnar sem eldhús- og baðsérfræðingarnir okkar þróa í sameiningu. En það er nokkuð skynsamlegt samstarf þegar hugsað er út í það. Eldhús og baðherbergi þurfa á vinnuplássi, hirslum og skipulagi á að halda – og einingarnar þurfa að þola daglega notkun og raka. Við vitum líka að mörgum finnst erfitt og tímafrekt að skipuleggja og setja einingarnar saman. Því ætlum við að breyta.

Eitt markmiðið með ENHET var að allar einingarnar væru einfaldar í samsetningu – að samsetningin væri fljótlegt og ekki þörf á sérstökum verkfærum. Í skápa og skúffur lá beinast við að nota blindnagla úr við, en þeir hafa komið í stað hefðbundinna festinga í nokkur ár hjá okkur í IKEA.

Einföld samsetning með „Grisen“

En við þurftum að finna nýja leið fyrir málmgrindurnar í opnu hirslunum. Þannig varð „Grisen“ til („Svín“ á sænsku) – blindnagli úr málmi sem gerir okkur kleift að setja grindurnar saman með einum smelli. „Hann lítur út eins og trýni á litlum grís, og þaðan kemur nafnið“, segir Daniel Loader vöruhönnuður, sem tók þátt í verkefninu.

Áreiðanlegt stál

Ein áskorunin var að gera stálgrindurnar þannig að þær þoli rakann sem myndast í eldhúsum og baðherbergjum – án þess að ryðga. „Við fundum aðferð í bílaiðnaðinum sem kallast AD-húðun“ segir Daníel og útskýrir hvernig hver hluti er hjúpaður með þessari húðun. „Þegar við sáum myndirnar úr tilraunastofunni var okkur ljóst að við höfðum réttu lausnina. Þær sýndu ryð á hlutum sem voru með annarskonar húðun á meðan að þeir sem voru AD-húðaðir voru án ryðs.“ Þegar litið er til baka telur Daniel að verkefnið hafi gefið af sér mikilvæga þekkingu. „Það er eitthvað sem gerist þegar fólk með mismunandi reynslu kemur saman, og sterkur og nýstárlegur slagkraftur fær góðan meðbyr“.

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er samsett plata?

Við notum samsettar plötur í mikið af húsgögnunum okkar, til dæmis í borð og fataskápa. Þær eru léttar en samt stöðugar og endingargóðar. Hver plata er gerð með ramma úr spónaplötu, trefjaplötu eða gegnheilum við sem fyllt er upp í með pappa, að mestu endurunnum. Lögun pappafyllingarinnar gerir hana sérlega endingargóða. Platan er svo húðuð með málningu, þynnu eða viðarspóni eftir því hvaða útlit við viljum fá.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X