Rennihurðir gefa meira rými fyrir húsgögn þar sem þær taka ekkert pláss þegar þær eru opnaðar.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Ljúflokur er innfelldar í brautirnar, en þær grípa hurðirnar þegar þær renna fram og til baka svo þær opnist og lokist hægt, hljóðlega og mjúklega.
Þú byrjar á því að festa rennihurðarammann á fataskápinn og svo setur þú þilin í eitt í einu. Það þýðir að þú þarft hvergi að lyfta meira en fimm kílóum þegar þú setur hurðirnar saman, það dregur úr gremju og fer betur með bakið.
Við höfum sett nokkra hluti saman fyrir þig til að spara þér tíma þegar þú setur upp rennihurðir heima hjá þér.
Þú setur þilin hvert fyrir sig í rammann og festir þau með smellunni. Þú getur jafnauðveldlega tekið þilin úr og skipt þeim út án þess að taka alla hurðina í sundur.
Það er auðvelt að endurnýja PAX fataskápinn með því að skipta út þiljunum í rennihurðunum. Það gerir þér kleift að skipta um útlit án þess að þú þurfir að kaupa nýjan fataskáp.
Í PAX teikniforritinu getur þú séð alla valmöguleikana sem þú hefur í rennihurðarömmunum, getur prófað þá með mismunandi þiljum og raðað saman eftir þínum smekk.