550,-
350,-
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
KOMPLEMENT
Líttu í kringum þig – láttu fara lítið fyrir því, kíktu bara aðeins. Jafnvel þó munurinn sé aðeins sá að sokkarnir eða trefillinn sé í öðrum lit, eru líkur á að enginn sé nákvæmlega eins klæddur og þú.
Því gefur að skilja að fatahirslur ættu ekki heldur að vera eins fyrir alla. Þessi hugmyndafræði leiddi af sér PAX/KOMPLEMENT fata- og skóhirslurnar. Hannaðar til að aðlagast þínum stíl, ástríðu eða fatastíl svo að öll fötin þín og fylgihlutirnir eigi sér stað.
Það þarf bara að renna í gegnum gamlar myndir til að lenda í því að hugsa með sér: „Hvað var ég að spá þegar ég klæddist þessu?“ Og þar sem fatastíllinn hefur breyst með árunum, þá hefur IKEA einnig breytt nálgun sinni þegar það kemur að fatahirslum. Þess vegna hönnuðum við PAX/KOMPLEMENT fata- og skóhirslur til að aðlagast því hvernig þú vilt geyma hlutina þína, frekar en að reyna að láta fötin og fylgihlutina passa í óhentugt rými. Hugmynd sem hefur haft mikil áhrif á hönnunina.
„Flestir óska sér að eiga skipulagðan fataskáp þar sem öll föt og fylgihlutir sjást vel. En þar með er það sem fólk á sameiginlegt upptalið“ segir Betina Tviis Larsson einn vöruhönnuða sem hannaði PAX/KOMPLEMENT fataskápana. Hefðbundnar fatahirslur neyða þig oft til þess að gera hlutina á ákveðinn hátt, hvort sem það er að brjóta saman stutterma boli eða skipta niður sokkaskúffunni – eitthvað sem Betina vildi forðast í PAX/KOMPLEMENT. „Við vildum ekki segja að þetta væri rétta eða ranga leiðin til að geyma fötin. Ef þú vilt geta hengt upp gallabuxurnar á beltishönkunum þá átt þú að geta það“, segir Betina.
Til að koma hönnunarferlinu í gang einblíndi hönnunarteymið á hvernig hirslur mismunandi fólk þyrfti. „Við byrjuðum á því að tala við fólk innan teymisins og innan IKEA samfélagsins“, útskýrir Betina. „Til að reyna að finna ólíka persónuleika með mismunandi þarfir. Niðurstaðan var langur listi af óskum og mismunandi hlutum sem þurfti að geyma“. Til að reyna að hanna fyrir hverja og eina persónu fann hönnunarteymið lausnir sem henta jafnt söfnurum og fjölskyldum sem og þeim sem aðhyllast mínimalískum lífsstíl og þeim sem búa í mjög takmörkuðu rými. „Hugmyndin sem við unnum með var; ekki breyta persónuleika þínum, breyttu fataskápnum,“ segir Betina.
Að endingu varð til fjöldinn allur af innvolsi sem hentar mismunandi þörfum og aðstæðum, allt frá skúffum og herðatrjám sem hægt er að geyma fjölda hluta á að sértækari hirslum fyrir skó, buxur eða skartgripi. Markmiðið er að hver og einn geti raðað innvolsinu saman eftir þörfum svo að ef þú vilt geyma allt skósafnið inni í skáp eða láta öll fötin þín hanga á herðatrjám, þá er það mögulegt. „Ég vil nýta plássið virkilega vel“, segir Betina. „Með þessum línum er þér gert kleift að sérsníða fataskápinn þinn á mismunandi vegu.“ Svo hvort sem þú ert snyrtipinna- eða hrúgutýpa vonumst við til þess að þú finnir þér hirslu sem hentar þínum stíl.
Stál hefur þá einstaka eiginleika að þó það hafi verið teygt og mótað þá heldur það styrk sínum. Það er notað til að styrkja allt frá skýjakljúfum og bílum að rúmgrindum og útihúsgögnum. Stáliðnaðurinn hefur verið að stefna í átt að orkunýtnari framleiðslu og betri gæðum. Stál tapar ekki eiginleikum þegar það er endurunnið og í dag er það eitt af þeim efnum sem mest er endurunnið í heiminum.
„Það sem var bæði erfitt og skemmtilegt við að hanna KOMPLEMENT línuna var að finna alhliða útlit og stíl fyrir mismunandi virkni. Við vildum að hönnunin passaði fyrir fágaðar glerskúffur sem og buxnahengi og skóhillur. Allt á að passa saman og líta vel út, sama hvaða innvols þú velur. Hugmyndin að baki KOMPLEMENT er að auðvelda þér að finna uppáhaldsfötin og -fylgihlutina. Þess vegna er innvolsið hlutlaust, með mjúkum og fallegum línum og sýnir vel innihaldið.“
Mörg eigum við stól sem meirihluti fataskápsins endar iðulega á. Hrúgan stækkar þegar við veljum útlit dagsins og leggjum frá okkur fatnað gærdagsins. Sniðuga hengið okkar léttir á stólnum. Það hentar vel til að viðra jakkaföt eða kjóla og til að hengja upp föt fyrir morgundaginn. Það fer lítið fyrir því og er ekki fyrir þegar það er ekki í notkun. Stóllinn verður í það minnsta þakklátur.
KOMPLEMENT innvolsið hjálpar þér að koma skipulagi á fötin og skónna. Það er hægt að fá það í ýmsum útgáfum og það passar í alla PAX skápana. Smá skipulag að innanverðu sparar pláss og fer vel með fötin.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Hengið stendur út frá fataskápnum og hentar vel til að viðra föt og hengja á föt sem á að strauja eða máta.
Snyrtilegur frágangur þar sem hengið er fest inn í skápinn og engar skrúfur sjást að utan.
Hentugt í forstofuna til að þerra yfirhafnir áður en þær eru settar inn í skáp.
Vörunúmer 602.571.82
1 pakkning(ar) alls
Þrífðu með rökum klút og mildu hreinsiefni. Þurrkaðu með hreinum klút.
Skrúfurnar sem fylgja passa fullkomlega í forboruðu götin í PAX fataskápum. Ef nota á í öðrum fataskápum þarf að bora fyrir þeim. Notaðu skrúfur sem henta efniviðnum, seldar sér.
Passar með opnum fataskápum og fataskápum með hurðum með lömum.
Lengd: | 16 cm |
Breidd: | 9 cm |
Hæð: | 5 cm |
Heildarþyngd: | 0,11 kg |
Nettóþyngd: | 0,10 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 0,7 l |
Vörunúmer 602.571.82
Vörunúmer | 602.571.82 |
Vörunúmer 602.571.82
Breidd: | 17,0 cm |
Dýpt: | 9,0 cm |
Hæð: | 5 cm |
Burðarþol: | 5 kg |
Vörunúmer: | 602.571.82 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 16 cm |
Breidd: | 9 cm |
Hæð: | 5 cm |
Heildarþyngd: | 0,11 kg |
Nettóþyngd: | 0,10 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 0,7 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls