5.950,-
4.450,-/2 stykki
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
SKYTTA
Það þarf að gera málamiðlanir á öllum heimilum, hvort sem þau eru stór eða lítil. Kannski þarf meira hirslupláss eða allt þarf að komast fyrir í einu opnu rými. Með SKYTTA rennihurðunum getur þú sett upp heimaskrifstofu í stofunni eða töfrað fram fataherbergi í svefnherberginu.
Fólk um allan heim finnur upp á ýmsum leiðum til að nýta fermetrana sem þau hafa á hagkvæmari hátt. Herbergjum er skipt niður með bókahillum, föt og fyrirferðarmiklir hlutir eru falin á bak við gardínur. „Með SKYTTA vildum við finna þægilegri lausn sem næði frá gólfi upp í loft en væri samt sem áður fjölhæf og hagkvæm“, segir Fabio Picolato, einn þátttakenda í þróunarferlinu.
Svarið var í PAX fataskápunum okkar eða öllu heldur í álrennihurðarömmunum. „Auðvitað þurftum við að gera ýmsar breytingar, eins og brautirnar sem fara á gólfið og í loftið, en tæknin og framleiðsluferlið þar þegar til staðar sem sparaði tíma og gerði okkur kleift að halda verðinu niðri. Eins og með PAX fataskápana getur þú sett þinn stíl á hurðirnar með því að velja lit, áferð og heildarútlit þeirra. SKYTTA fæst í tveimur breiddum og tveimur hæðum – ef það passar ekki rýminu sem þú hefur mælum við með því að þú leitir til fagmanns um að hjálpa þér, við getum mælt með traustum aðila.
Það er eitt sem við vitum með vissu; lífið stendur ekki í stað og þarfirnar breytast. En þótt fjölskyldan stækki eða eigur þínar margfaldist er flutningur ekki eina lausnin. Með SKYTTA getur þú gert þér pláss fyrir nýja hluti og fengið smá ró til að vega upp á móti óreiðu heimsins, bendir Fabio á. „Þægindi felast ekki eingöngu í því að eiga gott rúm eða góðan sófa; þau felast einnig í það að geta slakað á án þess að láta drasl eða hávaða trufla sig.“
Sparaðu pláss, útbúðu nýtt pláss eða feldu pláss með SKYTTA rennihurðunum. Rennihurðarammarnir og brautirnar fást í þremur mismunandi litum og eru notaðar með þiljum úr PAX línunni svo þú getir sett saman það útlit sem þú kýst. Þær eru hannaðar þannig að þær nái frá lofti og niður á gólf og því er ekki þörf á skáparömmum. Þú getur því notað hvaða hirslur sem er í þitt rými. Einnig er hægt er að nota þær sem skilrúm. Veldu sléttar einfaldar hurðir eða iðnaðarlegar glerhurðir eftir þínum smekk.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Stopparinn gerir þér kleift að brúa allt að 18 mm bil á milli SKYTTA rennihurðanna og veggsins sem myndast ef þú getur ekki fjarlægt gólflistana.
Ein pakkning af stoppurum dugar fyrir eina SKYTTA rennihurð.
Vörunúmer 805.132.37
1 pakkning(ar) alls
Þrífðu með rökum klút og mildu hreinsiefni. Þurrkaðu af með þurrum klút.
Tveir stopparar innifaldir, einn á hvora hlið.
Til að geta notað stopparann þarf loftbrautin að ná yfir breidd allra hurðanna ásamt stoppurunum á báðum hliðum.
Hægt að stytta eftir þörfum.
Passar fullkomlega með SKYTTA þremur brautum fyrir rennihurðir. Einnig er hægt að fá þynnri braut fyrir SKYTTA tvær brautir fyrir rennihurðir.
Lengd: | 242 cm |
Breidd: | 12 cm |
Hæð: | 4 cm |
Heildarþyngd: | 7,72 kg |
Nettóþyngd: | 7,33 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 12,2 l |
Aðeins nýjasta útgáfa skjalanna er í boði fyrir niðurhal. Það þýðir að það gæti verið eitthvað öðruvísi í skjalinu sem þú hleður niður og útgáfunni sem fygldi vörunni.
Vörunúmer 805.132.37
Vörunúmer | 805.132.37 |
Vörunúmer 805.132.37
Hæð: | 240,0 cm |
Breidd: | 11,0 cm |
Þykkt: | 1,8 cm |
Fjöldi í pakka: | 2 stykki |
Vörunúmer: | 805.132.37 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 242 cm |
Breidd: | 12 cm |
Hæð: | 4 cm |
Heildarþyngd: | 7,72 kg |
Nettóþyngd: | 7,33 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 12,2 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls