Sjálfbærara efni
VADHOLMA
Eldhúseyja,
126x79x90 cm, svart/eik

79.950,-

Magn: - +
VADHOLMA
VADHOLMA

VADHOLMA

79.950,-
Vefverslun: Er að klárast
Komið saman í kringum eldhúseyjuna! VADHOLMA eldhúseyjan er sjálfgefinn samkomustaður heimilisins og fullkomin þegar þið eldið saman. Nóg af plássi – og rúmgóð borðplatan er sterkbyggð.
VADHOLMA eldhúseyja

Betri borðplötur með því að nýta viðinn betur

Viður er verðmæt náttúruauðlind. Jafnvel þó hann sé endurnýjanlegur efniviður þarf að nota hann á ábyrgan hátt. Ein leið til þess er að nýta hann svo vel sé. Það gerum við svo sannarlega í borðplötunum með þykkum spóni.

„Við hjá IKEA höfum haft það sem venju að reyna að nýta hráefnin sem við vinnum með sem best,“ segir Johnny Rietz, sem hefur unnið að vöruþróun á borðplötum með þykkum spóni. Vinnan hófst árið 2008 þegar stofnandi IKEA, Ingvar Kamprad, heimsótti eina verksmiðjuna okkar og spurði einfaldrar spurningar sem tók tíma að finna svar við:„Hvernig getum við unnið þessa vöru úr færri trjám?“

Minna er meira

„Eftir nokkrar misjafnar tilraunir fundum við lausn. Spónaplötukjarni sem er klæddur gegnheilum við – og þykkum spóni,“ segir Johnny. „Sambland af hefðbundinni smíðavinnu og nútímalegum framleiðsluaðferðum. Pappírsþunnur spónn hefur verið notaður í ljómandi falleg húsgögn um árabil, en við notum mun þykkari spón í borðplöturnar okkar.“ Þykkur spónninn gerir yfirborðið endingargott og sparar hráefnið – alveg umtalsvert. Það er hægt að framleiða fimm borðplötur með þykkum spóni úr sama magni af við og þarf í eina borðplötu úr gegnheilum við.

Ekkert fer til spillis

Annar kostur þessarar framleiðsluaðferðar er sá að hægt er að nýta allt tréð; stofninn, trjábörkinn, bognar og snúnar greinar, sprek og öllu því sem annars færi til spillis – í spónaplötukjarnann í miðjunni. Að lokum stendur borðplata sem er allt eins ekta og ef hún væri úr gegnheilum við, bara stöðugri og þolir betur raka. „Stundum geta örlitlar breytingar skipt gríðarlegu máli. Eins og sést á borðplötunum okkar. Það sem byrjaði sem áskorun að nýta efniviðinn betur, hefur nú bæði jákvæð áhrif á umhverfið og gæði vörunnar. Mér finnst svo frábært þegar eitthvað svona gerist!“ segir Johnny.

Sjá meira Sjá minna

Sjálfbærara líf heima

Betri borðplötur og minni viðarnotkun

Það er hefð hjá IKEA að nýta hráefnin til hins ýtrasta. Borðplöturnar okkar úr þykkum spón gera okkur kleift að sameina gamalt handbragð og nútímalega verkkunnáttu. Það auðveldar uppsetningu þeirra, gerir þær stöðugri og veitir þeim betra viðnám gegn raka í samanburði við gegnheilar borðplötur. Þar sem við notum alla hluta trésins, líka sveigðar trjágreinar og kvista, förum við betur með hráefnið.

Efni

Hvað er viðarspónn?

Viðarspónn er þunnt lag af við sem fest er á hluti eins og spónaplötu til að gera yfirborðið endingargott og færa því náttúrulega viðaráferð. Algengustu spónartegundirnar eru birki, askur, eik og beyki og við höfum gert sérstakt lakk sem ver spóninn fyrir upplitun og viðheldur náttúrulegri áferð viðarins. Það er mikill kostur ef spónninn er örlítið þykkari því það gefur þér kost á að pússa hann upp og gera við ef eitthvað kemur upp á og þar með lengja endingartíma húsgagnsins.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X