Veggskápur með rennihurðum nýtir veggplássið vel. Hentug hirsla sem gerir þér kleift að sjá hvað er í henni og þú getur stillt upp fallegustu hlutunum.
Plasthúðuð borðplatan er endingargóð og auðveld í umhirðu. Með smá alúð helst hún eins og ný í mörg ár.
Dökkgráar framhliðar ásamt borðplötu með hvítu marmaraútliti skapar nútímalegan og notalegan stíl í eldhúsinu.
Þú getur sniðið skápana og skúffuna að hlutunum þínum með innvolsi sem selt er sér.
Skúffa og stillanlegar hillur gera þér kleift að raða vel og vandlega í hirsluna.
Hentugt í smærri eldhús – vertu með allt við höndina.
Gott rými til að matreiða með möguleika á að setja vask og blöndunartæki.
Skáparnir eru klæddir með melamínþynnu sem rispast síður og auðvelt er að þrífa.