Sterk gegnheil fura í IVAR hirslunum er með náttúrulega breytilegt viðarmynstur og litbrigði og því er hvert húsgagn einstakt.
Ómeðhöndlaður viður er endingargott náttúrulegt efni sem er enn slitsterkari þegar búið er að olíu- eða vaxbera hann.
Þú getur fært hillurnar til og hagað bilinu eftir þínum þörfum.
Hurðin festist beint á stólpann á hillueiningunni – sniðug leið til að búa til lokaða hirslu og nýtt útlit á augabragði.
Þú getur gert húsgögnin þín enn persónulegri með því að bæsa þau eða mála í uppáhaldslitnum þínum.
Filthillan er með litlum hólfum fyrir smáhluti.
Opin hólf á filthillunni gera þér kleift að ná auðveldlega í hlutina.
Þessar hurðir úr filti færa IVAR hirslunni örlítið hlýlegra og mýkra yfirbragð og auðvelda þér að útbúa lokaða hirslu.
Þú getur fest minnismiða eða myndir á hurðirnar með teiknibólum. IVAR skápurinn gegnir þá einnig hlutverki minnistöflu.