Hurðirnar eru með lamir með ljúflokum og því lokast þær rólega og hljóðlega þrátt fyrir að þeim sé lokað í hasti.
Snjöll hönnun á skúffubrautunum gerir það að verkum að skúffan dregst örlítið til baka þegar henni er sleppt – til að spara pláss.
Öll horn á SMÅSTAD hurðum eru mjúklega rúnnuð þannig að bæði þú og barnið þitt rekist ekki í beitta kanta.
Stillanlegir fætur til að auka stöðugleika, jafnvel á ójöfnu gólfi.
Hirslan er grunn og því hentar hún vel þar sem plássið er lítið.
Þú getur skipulagt hirsluna að innan með innvolsi úr HJÄLPA línunni. Þú finnur svo snjallar lausnir í LÄTTHET línunni fyrir hirsluna að utanverðu.
Fataskápurinn færir þér mikið geymslupláss á litlu svæði.