UPPSTÅ
Hirsla,
35 cm, fléttað/grænt

3.790,-

UPPSTÅ
UPPSTÅ

UPPSTÅ

3.790,-
Vefverslun: Uppselt
Tiltektin verður skemmtilegri með þessum fallega geymslupoka. Úr fléttaðri bómull og hluti af UPPSTÅ línunni.
UPPSTÅ hirsla

Það er bæði skemmtilegt og nauðsynlegt að leika sér.

Lítil börn læra með leik. Þau æfa hreyfigetu og samhæfingu, þjálfa rökhugsun og öðlast nýja hæfni. UPPSTÅ leikfangalínan inniheldur leikföng sem eru sérstaklega hönnuð fyrir yngstu börnin – og öll sem vilja hamra, skoða, stafla og toga.

Þegar þú togar sæta broddgöltinn á eftir þér heyrast smellir í maganum á honum. Þegar þú stoppar hættir hljóðið. „Þetta er spennandi lærdómur fyrir barnið, að það geti stjórnað hljóðinu sjálft,“ segir Henrik Johansson hönnuður.

Heimurinn kannaður í gegnum leik

Henrik hefur hannað leikföng í meira en 20 ár og telur leik barna afar mikilvægan. „Leikur er leið barns til að kynnast umhverfinu. Okkur fullorðna fólkinu þykir oft mikilvægt að gera hlutina rétt, eins og að stafla kubbum upp á ákveðinn hátt. En börnum er ekki endilega umhugað um lokaútkomuna, þeim þykir spennandi að skoða hvernig hægt sé að stafla kubbunum.“ Leikfangið með pinnunum og hamrinum er sniðugt fyrir litlar hendur. „Það er skemmtilegt að hamra pinnana í gegn og sjá hversu fast er hægt að slá. Barnið þjálfar einnig samhæfingu sjónar og handa.“

Leikföng sem endast

Leikur snýst ekki bara um hreyfiþroska og rökhugsun. Hann eflir einnig ímyndunaraflið. UPPSTÅ línan er með fallegum myndum af dýrum í skóginum sem fara með barnið í ævintýraheim. „Við vildum hvetja til fjölbreyttra og opinna leikja. UPPSTÅ leikföngin eiga að endast árum saman, enda úr sterkum efnivið með endingargóðum litum.“ Þannig geta yngri systkini eða önnur börn notið góðs af.

Sjá meira Sjá minna

Hugleiðingar hönnuða

Sissi Edholm og Lisa Ullenius, hönnuðir

„Fyrir okkur er ekkert betra en að vera úti í skógi – og við verðum fyrir svo miklum innblæstri í heimkynnum dýranna. Við bæði treystum á og berum virðingu fyrir skóginum og því ákváðum við að skapa skóg með boðskap fyrir börnin. Litríkur ævintýraheimur þar sem öll dýrin elska hvert annað og leika saman. Við vonum að börnin vilji leika við og sofa með fígúrurnar. Kannski vekja þau líka upp áhuga og forvitni um framtíð skóganna?“


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X