EKET
Fótur,
10 cm, málmur/silfurlitt

2.450,-/4 stykki

ekkert valið
Magn: - +
EKET
EKET

EKET

2.450,- /4 stykki
Vefverslun: Er að klárast
Litlir hlutir sem skipta sköpum. Færðu hirslunni smá aukalyftingu og meiri stöðugleika með þessum stillanlegu fótum sem halda hlutunum þínum á sínum stað, jafnvel þar sem gólfið er örlítið ójafnt.
EKET fótur

Frá fiskikössunum hans afa í skemmtilega hirslu

Þegar vöruhönnuðurinn Petra Kammari Enarsson var ung í námi flutti hún oft. Hún notaði þá gamla veiðikassa frá afa hennar sem bjó á vesturströnd Svíþjóðar sem húsgögn. Árum seinna, við þróun EKET línunnar, minntist hún þessara kassa. Hvernig getur hún gert EKET línuna eins sveigjanlega og þessa gömlu kassa?

Ný tækni, ný áhugamál, nýr fjölskyldumeðlimur … allt breytingar sem hafa áhrif á líf og þarfir heimilisfólks. Ekki síst þegar það þarf að huga að því að koma öllu sem þarf fyrir. Petra Kammari Enarsson er vöruhönnuður hjá IKEA og fer reglulega í heimsóknir til viðskiptavina okkar til að sjá hvernig þeir lifa og hvað góð hirsla getur auðveldað þeim heimilislífið. Hún man eftir fjölskyldu sem stækkaði aðra hverja viku þegar við bættist dóttir úr fyrra sambandi. „Hún átti ekki sitt eigið herbergi en fjölskyldan leysti það með hátt rúm í stofunni og hlutirnir hennar voru geymdir í kistu á gólfinu“. Petru finnst það gott dæmi um sífellt stækkandi hóp fólks sem býr í smáum íbúðum og þar sem stór hluti heimilislífsins á sér stað í stofunni þar sem við viljum hafa hlutina hagnýta og fallega.

Sveigjanleg húsgögn fyrir nýjar þarfir

Önnur augljós þróun í heiminum er sú að fólk flytur oftar – eins og Petra gerði þegar hún var ung. „Vandamálið við það er að mörg hirsluhúsgögn eru svo ósveigjanleg – það er ekki hægt að aðlaga þær að nýjum stað eða þörfum. Það þýðir að hirslan hentar ekki lengur og það er erfitt að henda reiður á hlutunum þínum.“ Þessi þekking veitti Petru og samstarfsfólki hennar innblástur til að koma með sveigjanlegri og persónulegri hirslulausn – eitthvað sem auðvelt væri að aðlaga svo fólk þurfi ekki að kaupa ný húsgögn um leið og breytingar eiga sér stað. Petra fór þá að hugsa um fiskikassana sem hún átti þegar hún var ung og hversu einfalt það var að stafla þeim og flytja eftir þörfum. Hvað ef hægt væri að búa til húsgögn sem samanstanda af ýmsum sniðugum einingum sem auðvelt væri að færa til, fjarlæga og bæta við?

Eins og að kubba

Petra og teymið hennar byrjaði á því að panta sér pappakassa í ýmsum stærðum. Þau fóru með kassana á milli rýma þar sem þau röðuðu þeim upp eins og kubbum – og stöfluðu þeim og röðuðu saman á mismunandi hátt. Þau rannsökuðu einnig ýmsar tölulegar staðreyndir um hirslur. Eins og hversu mörg tímarit má að meðaltali finna á hverju heimili? Hver er kjörhæð fyrir fólk til að leggja frá sér símann? „Oft leggjum við lykla, síma og töskur frá okkur á ákveðin stað þegar við komum heim. Oftast án þess að hugsa út í það“, segir Petra. Hæðin sem hentar flestum er 80 cm svo hilla í þeirri hæð var sjálfsögð í hópi hilla, skúffa og skápa í mismunandi litum og stílum og sem varð að lokum að EKET vörulínunni. „Ég er svo ánægð með að við ákváðum að hafa glettni og frelsi í hávegi með EKET vörulínunni í öllum sínum litum og stærðum“, segir Petra, sem hlakkar til að heimsækja fleiri heimili. „Ég held að viðskiptavinir okkar eigi eftir að koma með fullt af spennandi samsetningum sem okkur hefur ekki dottið í hug!“

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er ryðfrítt stál?

Þú finnur ryðfrítt stál í allt frá byggingamannvirkjum og bílum til vaska og hnífa, Það er auðvelt að sjá hvers vegna það er notað í svona margt. Ryðfrítt stál er hart og endingargott og tærist lítið – sem sagt ryðgar ekki. Það inniheldur vanalega lítið af nikkeli og í IKEA vörur er aðallega notað nikkelfrítt stál. Eins og með marga aðra málma er hægt að endurvinna það aftur og aftur í nýja slitsterka hluti – án þess að það tapi dýrmætum eiginleikum sínum.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X