Hentug kælitaska með sérhólfum sem halda matnum ferskum. Tilvalið fyrir lautarferðina eða í verslunarleiðangurinn.
Efsta hólfið er með vösum og teygju sem auðvelda þér að koma skipulagi á hlutina þína.
Auðvelt að bera þar sem taskan er með bæði stuttum og löngum höldum.
Stóru netapokarnir tveir á hliðunum og í vasanum að framan henta vel fyrir hluti sem þú vilt hafa innan handar.
Einangrandi hólf með rennilás heldur innihaldinu köldu í 4 klukkustundir. Þú getur bætt við KYLKLAMP kælikubb ef þú vilt að kæliáhrifin endist enn lengur.