FLUNDRA
Uppþvottagrind,
hvítt

695,-

Magn: - +
FLUNDRA
FLUNDRA

FLUNDRA

695,-
Vefverslun: Til á lager
Uppþvottagrind sem rúmar diska, skálar, bolla og hnífapör. Þú getur jafnvel hengt allt að níu glös á hana að utanverðu. Það er einnig auðvelt að færa hana til ef þú þarft að nýta plássið í annað á meðan uppvaskið þornar.
FLUNDRA uppþvottagrind

Uppþvottagrind sem tekur minna pláss – á hagstæðu verði

Finnst þér gaman að vaska upp? Það getur verið slakandi en flestum finnst það bara leiðinlegt. Þegar við bjuggum til FLUNDRA uppþvottagrindina heyrðum við í tveim reynslumestu hönnuðunum okkar til þess að gera þennan tíma dags auðveldari, en líka aðeins skemmtilegri. En er það hægt?

Systkinin og hönnuðirnir Knut Hagberg og Marianne Hagberg hafa starfað fyrir IKEA frá því á 8. áratugnum. „Við viljum gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta með öllum okkar vörum, á hagstæðu verði. Það er það sem hvetur okkur áfram,“ segir Knut. FLUNDRA er gott dæmi um slíka hönnun. Hún nefnilega leynir á sér.

Snjöll hönnun sparar pláss

FLUNDRA þurfti að henta í litlu rými. Þess vegna er hnífaparastandurinn hluti af grindinni sjálfri. Með því að nota sveigjanlegt pólýprópýlenplast er hægt að hengja níu glös eða bolla á hliðarnar, setja 18 diska í grindina og líka stærri hlut eins og skál eða pönnu. Efniskostnaðurinn er líka lágur.

Vandamál (næstum) leyst

„Við vildum bæta við einhverju skemmtilegu smáatriði. Þess vegna eru götin í laginu eins og sápukúlur. Það gerir FLUNDRA skemmtilegri og örlítið frábrugðna öðrum uppþvottagrindum,“ útskýrir Marianne. Gerir FLUNDRA uppþvottinn skemmtilegri? Kannski ekki. Hún er þó með pláss fyrir marga diska þrátt fyrir að vera lítil. Hún kostar líka lítið og því tilvalin fyrir þau sem vilja eyða peningum í annað en uppþvottagrind.

Sjá meira Sjá minna

Low price

Notaðu peningana þína í eitthvað skemmtilegra en diska

Takmarkað pláss í eldhúsinu, takmarkaður tími og peningar sem fólk vill frekar eyða í eitthvað annað en diska. Þannig er daglegt líf margra. Þess vegna er verðið á FLUNDRA virkilega lágt til að þú getir varið peningunum þínum í hluti sem eru skemmtilegri en diskar. Þrátt fyrir það er FLUNDRA meira en bara venjulegur diskarekki. Þú getur hengt níu glös á hliðarnar, þurrkað 18 stóra diska á sama tíma og samt er nóg pláss fyrir pönnur og hnífapör.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X