Blanda af náttúrulegum við og gráu bæsi sem gerir það að verkum að viðarmynstrið fær að njóta sín í KALLSÖ húsgögnunum og því passa þau auðveldlega við önnur húsgögn í hefðbundnum skandinavískum stíl.
Úr gegnheilli furu, endingargóðu efni sem er auðvelt í umhirðu og verður aðeins fallegra með tímanum.
KALLSÖ bekkur með skóhirslu er í hefðbundnum, tímalausum og fallegum stíl með náttúrulegri viðaráferð og fallegum smáatriðum sem færa honum handverksyfirbragð.
Sér um daglegar þarfir þínar í forstofunni – þú getur geymt skó í hillunum, lagt töskuna frá þér ofan á bekkinn og jafnvel notað hann til að tylla þér.
Rúmar um sex pör af skóm en þú getur raðað saman fleiri bekkjum ef þig vantar meira pláss fyrir skó.