Saga
Meira úr minna
Vöruhönnun snýst ekki bara um að hanna nýjar vörur. Við í IKEA teljum einnig mikilvægt að endurnýja og betrumbæta eldri vörur. NIPÅSEN fatahengið með bekk og skóhirslu er gott dæmi um það. Við bættum notagildið, notuðum minna efni og lækkuðum verðið.
Í þetta sinn kviknaði hugmyndin hjá einum birgjanum okkar. Birgjarnir eru sama sinnis og við um að alltaf sé rými til úrbóta. „Birgirinn tók eftir því að með því að hafa fatahengið örlítið mjórra væri hægt að nota mjórri stárör án þess að tapa styrk. Þetta fól í sér minni efnisnotkun og lægra verð, sem er alltaf gott,“ segir Christos Stefanoudakis, starfsmaður í vöruþróun.
Eitt leiddi af öðru
Í kjölfar þessarar hugmyndar fóru Christos og félagar að velta fleiri atriðum fyrir sér. „Þetta vatt upp á sig og við fundum fleiri leiðir til betrumbóta. Með því að fjarlægta neðri hilluna gerðum við pláss fyrir hærri skó og stígvél, ásamt því að auðvelda þrif. Við notuðum þá einnig minni efnivið!“ Það var einnig hægt að breyta skóhillunni sem eftir var. „Hún var úr málmi með gatamynstri. En við ákváðum að teygja málminn í net. Þannig notuðum við einn þriðja af upprunalega efninu í hilluna.“
Betri hirsla á hagstæðara verði
Stíll og útlit eru þau sömu og á eldri útgáfunni en við breyttum það miklu að varan fékk nýtt heiti: NIPÅSEN. „Okkur tókst að gera hirsluna enn betri, á hagstæðara verði og hún tekur einnig minna pláss. Það er góð tilfinning, sérstaklega þar sem við vitum að forstofan er oft lítið rými þar sem þarf að geyma marga hluti. Það er sífellt mikilvægara að gera meira úr minna – og svo er það líka skemmtilegt!“