Skóhilla, fatahengi og bekkur! Fullkomið í forstofuna.
Það er nóg pláss fyrir yfirhafnir, skó, lykla, hundaólar og annað sem fjölskyldan þarf að geyma. Nokkrir tvöfaldir og þrefaldir snagar í tveim hæðum og stærðum sjá til þess.
Hillan rúmar fjögur skópör og ef þú bætir BAGGMUCK skóbakka við getur þú geymt fjögur skópör til viðbótar!
Hillan er úr málmneti – sniðug leið til að nota eins lítið af efniviði og hægt er og óhreinindi falla niður um götin.
Skóhillan er í góðri hæð svo auðvelt sé að þrífa undir henni. Ef þú notar BAGGMUCK skóbakka getur þú einfaldlega dregið hann fram til að þrífa.
Fallegt er að setja körfur eða kassa fyrir húfur og vettlinga á hillurnar.
Grindin er úr endingargóðu og sígildu duftlökkuðu stáli. Sætið er úr trefjaplötu sem gott er að sitja á.
Bættu við sessum til að gera bekkinn enn þægilegri, þú finnur gott úrval af sessum í IKEA.
Bekkurinn hentar vel við hliðina á NIPÅSEN bekk með skóhillu, því hann er jafndjúpur og jafnhár.