Einfalt að setja saman þar sem blindnaglarnir smellast auðveldlega í forboruð göt.
Raðaðu saman tveim eða fleiri VIHALS kommóðum, hvort sem þær eru af sömu stærð eða ekki verður útkoman flott því skúffurnar eru í flútti.
Nýja öryggislæsingin hámarkar öryggi og dregur verulega úr hættunni á að kommóðan falli fram fyrir sig.
Öryggislæsingin gerir það að verkum að kommóðan verður að vera fest við vegg til að hægt sé að opna fleiri en eina skúffu í einu en það skapar meira öryggi á heimilinu.
Þegar þú hefur fest kommóðuna við vegginn aflæsist öryggislæsingin og þú getur opnað allar skúffurnar samtímis.
Heimilið á að vera öruggur staður fyrir alla fjölskylduna. Þess vegna eru veggfestingar til að festa kommóðuna við vegginn innifaldar.