Gegnheil fura er náttúrulegt hráefni sem verður fallegra með aldrinum.
Náttborðið er með hillu, handhægri skúffu og opinni hirslu. Allt sem þú þarft til að geyma það sem þú vilt hafa við rúmið.
Náttborðið er með háum fótum sem skapa létt yfirbragð og auðveldar þér að ryksuga undir því. Kemur vel út með háum rúmum.
Skúffan er með sniðugu snúruskipulagi þannig að þú getur bætt við náttlampa eða hleðslutæki án þess að snúrurnar séu fyrir þér.
Bæsuð furan gerir yfirborð náttborðsins endingarbetra og auðveldara í umhirðu.
Hefðbundin hönnun og handgert yfirbragð skapar tímalaust útlit með náttúrulegum tilbrigðum sem gerir hvert náttborð einstakt.
Handhæg skúffan hjálpar þér að koma skipulagi á það sem þú vilt hafa við rúmið og opna hillan gerir þér kleift að stilla upp fallegum bókum og tímaritum.
Passar fullkomlega með HAVSTA línunni en einnig með öðrum húsgögnum í hefðbundnum stíl – fyrir heilstætt útlit.