Falleg og fáguð smáatriði líkt og látúnslitaðir hnúðar, dökkblár litur innan í skúffum og svartir stálfætur sem færa húsgagninu létt yfirbragð.
RÅDMANSÖ náttborðið er með viðaryfirborð með hlýlegum hnotutón – fallegur bakgrunnur fyrir hlutina þína.
Skúffa fyrir það sem ekki á að sjást og hilla fyrir það sem þarf að vera við höndina.
Snúrur frá lömpum eða hleðslutækjum eru vandlega faldar – snyrtilegra svefnumhverfi!
Ef þér líkar stíllinn getur þú fengið þér fataskáp og kommóðu í sömu vörulínu.