STOMSÖ náttborðið er góð hirsla í nútímalegum stíl. Viður og stál gefa stílhreint yfirbragð.
Blanda af opinni og lokaðri hirslu hjálpar þér að halda góðu skipulagi og hafa allt sem þú þarft innan seilingar – hvort sem það er snemma morgna eða seint á kvöldin.
Hægt er að snúa skúffunni við – önnur framhliðin er blá og hin er viðarlituð – þú getur valið eftir hentisemi. Blái liturinn er einnig inni í skúffunni.
Neðri hluti skúffunnar er ögn sveigður og gegnir hlutverki handfangs – mínimalísk hönnun nær hámarki.
Engan hávaða! Skúffan er með mjúku filtefni og opnast því og lokast hljóðlaust.
Aftan á borðinu er gert ráð fyrir snúrum og þú getur því falið snúru náttlampans eða hleðslutækisins.
Náttborðið er vegghengt og þú getur því haft lampa í góðri hæð og nærð auðveldlega í hirslur undir rúmi. Svo er líka auðveldara að skúra gólfið!
Stálhliðin er sniðug fyrir minnismiða, myndir og annað sem hægt er að festa upp með seglum.
STOMSÖ hentar líka í litla forstofu – fullkomin hirsla fyrir lykla og veski.