TOLKNING
Skilrúm,
150x170 cm, handgert reyr

19.950,-

Magn: - +
TOLKNING
TOLKNING

TOLKNING

19.950,-
Vefverslun: Er að klárast
Fjölhæfa og hlýlega TOLKNING línan er úr náttúrulegum trefjum. Skilrúmið skapar tilfinningu fyrir rými innan rýmis, til dæmis ef þú vilt stúka heimskrifstofuna frá stofunni.
TOLKNING skilrúm

Gerðu heimilið náttúrulegra

Þegar við gerðum TOLKNING vörulínuna unnum við náið með færu handverksfólki. Útkoman er falleg og hagnýt vörulína úr náttúrulegum trefjum sem gefa heimilinu karakter og hlýlegan blæ.

Simi Gauba og Kristin Pfannenschmidt eru IKEA vöruhönnuðir í Víetnam sem vinna mikið með náttúrulegar trefjar. „Þegar við hönnuðum Tolkning fengum við aðstoð frá færu handverksfólki sem þekkir styrkleika og veikleika efnisins,“ segir Simi. „Án þeirra gætum við ekki gert þessar vörur.“

Fallegt útlit og góð virkni haldast í hendur

Þegar efnið er meðhöndlað rétt er hægt að móta næstum hvað sem er úr því. „Við getum búið til vörur sem eru bæði fallegar og nytsamlegar. Það er ómögulegt að búa til tvær eins vörur því trefjarnar eru með mismunandi áferð og útlit. Viðskiptavinirnir fá því einstaka vöru með mikinn karakter,“ segir Kristin.

Samspil fólks og náttúru

Simi segir það áskorun að vinna með náttúrulegar trefjar en það er á sama tíma það sem heillar mest. „TOLKNING línan endurspeglar arfleifð sem við viljum varðveita – samspil mannfólksins og náttúrunnar ásamt sérkunnáttu sem erfist milli kynslóða. Ég held að þetta sé ein ástæðan fyrir vinsældum þessara vara. Þær hafa sál og hlýju sem mörgum líkar – henta vel ef þú vilt bæta ósviknum efnivið og náttúrulegri fegurð við heimilið.

Sjá meira Sjá minna

Hugleiðingar hönnuða

Nike Karlsson, hönnuður

„Hugmyndin á bak við TOLKNING vörulínuna var að skapa sjálfbærar vörur úr náttúrulegum trefjum sem hægt væri að nota á ýmsan hátt víðs vegar um heimilið. Ég notaði skandinavíska arfleifð mína og blandaði henni við þekkingu og kunnáttu handverksfólksins og úr urðu einstakar vörur – gerðar af fólki fyrir fólk. Ég vona að þær komi að gagni, gleðji þig og færi þér ánægju þar sem þú hefur tekið meðvitaða ákvörðun.“

Efni

Hvað er reyr?

Reyr er sterkur en léttur og sveigjanlegur efniviður sem er unninn eru úr stilkum reyrplöntunnar. Það er hægt að nota hann bæði heilan og skorinn í þynnri ræmur sem eru svo fléttaðar í nytjavörur eins og húsgögn og körfur. Reyr tilheyrir pálmaættinni og klifrar upp aðrar trjátegundir en þó þarf ekki að fella nein tré til að uppskera reyrstilkana. Þar sem efniviðurinn er náttúrulegur og vörurnar eru oftar en ekki handgerðar af færu handverksfólki er hver vara einstök í útliti.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X