795,-
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
OMTÄNKSAM
Við viljum kannski ekki alltaf viðurkenna það en stundum vantar okkur aðeins meiri aðstoð á heimilinu. Það gæti til dæmis verið hægindastóll sem hentar konum með barni, langt skóhorn eftir maraþon eða almenn aðstoð sem nauðsynleg er þegar aldurinn færist yfir. Þaðan kemur hugmyndin að OMTÄNKSAM. Að hönnuninni komu vinnuvistfræðingar, sjúkraþjálfarar og starfsfólk í umönnunarstörfum, og gera því athafnir heima við öruggari, auðveldari og þægilegri. Það kemur því ekki á óvart að sænska orðið OMTÄNKSAM þýðir „umhyggja“.
Sú sem leiddi vinnuna, Britt Monti, var drifkrafturinn að baki línunnar. „Ef þú skoðar IKEA bæklinga frá 1960 sérðu að við tölum um þægindi og aðstoð fyrir eldra fólk eða fólk með bakvandamál. En frá 1980 höfum við ekki haft þessa viðskiptavini í huga við vöruþróun,“ segir Britt. BRITT talaði því við fagfólk og úr rannsóknum fengust niðurstöður um hvernig er hægt að styðja við líkamann við umgengni á heimilinu.
„Við vildum að línan væri eitthvað sem þú værir stolt af því að hafa heima hjá þér en er líka gagnlegt ef þú átt erfitt með hreyfingar.“ Fyrir Britt stóð borðbúnaðurinn upp úr. „ Ég hef tekið viðtöl við fólk sem býr á hjúkrunarheimilum og eitt sem stóð upp úr var að fólk hætti að nota postulín því það var svo hrætt um að brjóta það,“ segir Britt. OMTÄNKSAM línan hjálpar fólki við að halda sjálfstæði sínu og gera það sem það vill gera, hvort sem það er að fara í skó, fá sér drykk eða standa upp úr stólnum.
Stundum þurfum við öll aðeins meiri aðstoð og þægindi. Með OMTÄNKSAM línunni vill IKEA gera daglegt líf þægilegra fyrir alla – hvernig sem þeir eru. OMTÄNKSAM vörurnar eru allar hannaðar með mismunandi þarfir einstaklinga í huga. Prófaðu að setjast í hægindastól sem auðvelt er að setjast í og standa upp úr, borð sem býður upp á mikið fótapláss, blómavasa sem eru bæði fallegir og auðvelt að meðhöndla og margt fleira – allt hannað í samvinnu við sérfræðinga í vinnuvistfræði og prófað af alvöru fólki með mismunandi þarfir. Þér er velkomið að prófa!
Stál hefur þá einstaka eiginleika að þó það hafi verið teygt og mótað þá heldur það styrk sínum. Það er notað til að styrkja allt frá skýjakljúfum og bílum að rúmgrindum og útihúsgögnum. Stáliðnaðurinn hefur verið að stefna í átt að orkunýtnari framleiðslu og betri gæðum. Stál tapar ekki eiginleikum þegar það er endurunnið og í dag er það eitt af þeim efnum sem mest er endurunnið í heiminum.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Sérstaklega langt skóhorn svo þú þurfir ekki að beygja þig til að fara í skóna. Það er líka sérstaklega traust þar sem það er gert úr málmi.
Vörunúmer 703.780.70
1 pakkning(ar) alls
Þrífðu með rökum klút.
Lengd: | 80 cm |
Breidd: | 6 cm |
Hæð: | 5 cm |
Heildarþyngd: | 0,33 kg |
Nettóþyngd: | 0,33 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 2,5 l |
Vörunúmer 703.780.70
Vörunúmer | 703.780.70 |
Vörunúmer 703.780.70
Vörunúmer: | 703.780.70 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 80 cm |
Breidd: | 6 cm |
Hæð: | 5 cm |
Heildarþyngd: | 0,33 kg |
Nettóþyngd: | 0,33 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 2,5 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls