3.250,-
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
KUNGSFORS
Þarft þú að huga að mat fyrir svanga fjölskyldumeðlimi um leið og þú kemur heim eftir langan og slítandi dag? Við vitum um leiðir sem gera matreiðsluna auðveldari. Með KUNGSFORS línunni fá eldhúsáhöld, krydd og uppskriftir sitt pláss á veggnum í stað þess að vera dreift um eldhúsbekkinn. Með smá útsjónarsemi gátum við líka falið hilluberana.
Við leituðum til matreiðslumannsinsog matreiðslubókahöfundarins Maximillian Lundin við gerð KUNGSFORS. „Það má læra ýmislegt af veitingastaðaeldhúsum, til dæmis að auðvelda aðgengi að áhöldum og hráefni til að fá betri flæði við matargerðina og meira pláss á eldhúsborðinu," segir Maximillian.
Með aðstoð Maximillian þróaði hönnunarteymið hillur, grindur og slár sem hægt er að setja beint á vegginn eða á veggbrautir þar sem þú getur auðveldlega sett upp eða fært hluti út stað án þess að bora ný göt í vegginn. Á slárnar getur þú sett snaga fyrir eldhúsáhöldin og sérstakan spjaldtölvustand svo þú getir haft uppskriftina í augnhæð.
Línan er í mörgum hlutum og verkefnið hefur krafist bæði tíma og þolinmæði frá öllum sem komu við sögu. Verkfræðingurinn David Zeberg lítur til baka. „Ein af áskorununum var að fela festingarnar á veggbrautinni. Ég elska þó verkefni sem krefjast frumkvæði og hugvitssemi og þörf er á að reyna á takmörk til að finna lausnina.“ Matreiðslumaðurinn Maximillian er ástríðufullur gagnvart góðum mat, en það var ný reynsla fyrir hann að hafa áhrif á hvernig eldhúsið og umhverfið þar sem matreiðslan fer fram er uppbyggt. „Það frábæra var að allir í teyminu höfðu mikinn metnað fyrir því að KUNGSFORS myndi einfalda matargerðina,“ segir Maximillian.
„Það sem var mikilvægast í hönnunarferlinu á KUNGSFORS línunni var að kalla fram gleðina sem fylgir matreiðslunni. Línan auðvelda þér að hafa eldhúsáhöld, krydd og hráefni sýnileg, sem ég tel að færi eldhúsinu karakter, ásamt því að vera lystaukandi og veita innblástur. Ég vildi einnig einfalda skipulag og matreiðsluna sjálfa. Þú getur skapað þína eigin samsetningu og því hentar línan fyrir ástríðukokka og eldhús af öllum gerðum.“
Þegar sleifar, krydd og uppskriftir eiga sér stað og eru sýnileg á veggnum færð þú meira pláss og betra flæði við matargerðina. Þú getur skapað þína persónulegu samsetningu með KUNGSFORS línunni þar sem þú færð yfirsýn og gott aðgengi að hlutunum þínum, líkt og hjá atvinnukokkum. Settu pönnur í opnar hillur, hnífa á hnífarekka með segli og eldhúsáhöld á snaga. Allt er innan seilingar og þú færð betra vinnurými.
Þú finnur ryðfrítt stál í allt frá byggingamannvirkjum og bílum til vaska og hnífa, Það er auðvelt að sjá hvers vegna það er notað í svona margt. Ryðfrítt stál er hart og endingargott og tærist lítið – sem sagt ryðgar ekki. Það inniheldur vanalega lítið af nikkeli og í IKEA vörur er aðallega notað nikkelfrítt stál. Eins og með marga aðra málma er hægt að endurvinna það aftur og aftur í nýja slitsterka hluti – án þess að það tapi dýrmætum eiginleikum sínum.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Einnig hægt að nota þar sem er mikill raki.
Hafðu eldhúsáhöldin við höndina og losaðu um pláss á borðplötunni um leið.
Hægt að hengja á KUNGSFORS slá.
Undir ílátinu er laus bakki sem safnar vatni frá hnífapörum og öðrum hlutum sem eru geymdir þar og heldur þeim þurrum.
Vörunúmer 603.349.20
1 pakkning(ar) alls
Þrífðu með rökum klút og mildu hreinsiefni. Þurrkaðu með hreinum klút. Þurrkið ávalt yfirborð úr ryðfríu stáli langsum, til að fá jafna, gljáandi áferð. Notaðu ekki svarfefni, stálull eða hörð eða beitt áhöld sem geta rispað ryðfrítt yfirborðið.
Passar með öðrum vörum í KUNGSFORS línunni.
Aðeins ætlað til notkunar innandyra.
Efnið í vörunni er mögulega endurvinnanlegt. Vinsamlega athugaðu reglur um endurvinnslu á þínu svæði og hvort þar sé að finna endurvinnslustöð.
Lengd: | 26 cm |
Breidd: | 25 cm |
Hæð: | 16 cm |
Heildarþyngd: | 0,99 kg |
Nettóþyngd: | 0,80 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 9,8 l |
Aðeins nýjasta útgáfa skjalanna er í boði fyrir niðurhal. Það þýðir að það gæti verið eitthvað öðruvísi í skjalinu sem þú hleður niður og útgáfunni sem fygldi vörunni.
Vörunúmer 603.349.20
Vörunúmer | 603.349.20 |
Vörunúmer 603.349.20
Breidd: | 24 cm |
Dýpt: | 12 cm |
Hæð: | 26,5 cm |
Vörunúmer: | 603.349.20 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 26 cm |
Breidd: | 25 cm |
Hæð: | 16 cm |
Heildarþyngd: | 0,99 kg |
Nettóþyngd: | 0,80 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 9,8 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls