Færanleg hilla auðveldar þér að laga rýmið að þínum þörfum.
Burstaður viðarspónn færir hverjum hlut einstakt yfirbragð og karakter.
Innfelldar höldurnar eru stílhreinar og fágaðar og færa húsgagninu fallegan blæ.
Húsgögnin í TONSTAD línunni eru hönnuð á þann hátt að þau passi vel saman. Hafðu eitt stakt eða fleiri saman.
Staflanleg eining sem hægt er að setja ofan á 47 cm djúpan TONSTAD skenk til að búa til stærri hirslu. Við mælum með að þú geymir sökkulinn ef þú vilt hafa eininguna frístandandi síðar.