1.490,-
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
FRAKTA
Plast er sá efniviður sem við hjá IKEA notum hvað mest og við munum halda því áfram. Það er sterkt, endingargott, létt og fjölhæft. Plastið er í ýmsum hlutverkum hjá okkur, oft er það aðalefnið í vörunni eða í yfirborðsefnum eins og málningu og þynnu en einnig í íhlutum eins og skrúfum og hillupinnum. Það þarf að gæta að því hvaða áhrif plast hefur á umhverfið og IKEA tekur þeim áskorunum mjög alvarlega. Sem hluti af vegferð okkar til hringrásarkerfis, og áætlun okkar um að víkja frá notkun efniviðar sem byggður er á hráolíu, vinnum við hörðum höndum að því að breyta öllu plasti sem notað er í vörurnar okkar í plast sem unnið er úr endurunnum og/eða endurnýjanlegum hráefnum.
Plast er að mestu leyti framleitt úr olíu eða gasi sem eru óendurnýjanleg jarðefni. Þessar auðlindir endurnýjast ekki og munu að endingu tæmast. Við höfum sett okkur það markmið að fyrir 2030 verði allt plast sem notað er í vörurnar okkar vera unnið úr endurnýjanlegum eða endurunnum efnum. Endurnýjanlegt plast er unnið úr efnum eins og jurtaolíu, maís, hveitikorni eða sykurreyr. Endurunnið plast gerir okkur kleift að gefa ólífbrjótanlegum vörum eins og PET-flöskum annað líf í stað þess að enda í landfyllingu. Endurunnin efni gera það að verkum að við þurfum minna að reiða okkur á olíu sem hráefni. Eins og er eru meira en 40% af plastvörunum okkar úr endurunnu og endurnýjanlegu plasti og við stefnum á að ná því upp í 100%. Þegar við bætum vörum úr endurunnum og endurnýjanlegum efnum við vöruúrval okkar vonumst við til þess að það hafi hvetjandi áhrif á önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.
Vörur úr einnota plasti hafa mengandi áhrif á umhverfið sé þeim ekki fargað á réttan hátt. Sem hluti af umhverfisstefnu okkar voru einnota plastvörur teknar úr vöruúrvali okkar árið 2020. Það náði einnig yfir diska, glös og sogrör sem í boði voru á veitingastöðunum okkar. Þeim hefur nú verið skipt út fyrir vörur úr 100% endurnýjanlegum hráefnum.
Pólýetýlen terephthalat (PET) og pólýprópýlen (PP) eru endingargóðar, hreinlátar og höggþolnar plasttegundir. Þar draga ekki mikinn vökva í sig og þola vel ýmis efni. Bæði PET og PP er hægt að endurnýta og endurvinna sem dregur úr úrgangi ásamt því sem endurnýting veitir vörunni lengri endingartíma. PET er það plast sem mest er notað í heiminum og það er meðal annars notað í plastflöskur og ílát fyrir matvæli, drykkjarvörur, hreinlætisvörur, lyf og fjölda annarra neytendavara. Við hjá IKEA notum PET aðallega í kassa, fylliefni fyrir vefnaðarvörur og yfirborðsþynnur á eldhúsframhliðar. PET er samþykkt til notkunar fyrir matvæli og drykkjarföng af heilbrigðisyfirvöldum. Við hjá IKEA notum endurunnið PET-plast sem er unnið úr flokkuðum PET-flöskum sem hafa borist til endurvinnslu.
IKEA leggur mikla áherslu á öryggi og allar vörurnar okkar eru prófaðar til að tryggja að þær standist ströngustu lög og öryggisstaðla á öllum okkar mörkuðum. Viðskiptavinir IKEA eiga að geta reitt sig á að allar vörur sem keyptar eru í IKEA séu öruggar og án skaðlegra efna. IKEA lágmarkar eða bannar (þegar mögulegt er) notkun á öllum efnum og efnasamböndum sem geta haft skaðleg áhrif á fólk og umhverfi.
Vegferð okkar í átt að því að nota einungis endurunnið eða endurnýjanlegt plast mun taka tíma og krefjast nýrra leiða í að gera hlutina, en við erum staðráðin í því að taka ábyrgð og finna nýjar lausnir. Við viljum bjóða viðskiptavinum okkar upp á vörur úr sjálfbærari efnum sem hægt er að endurvinna aftur síðar. Saman getum við skipt sköpum!
PE, eða pólýetýlen, er fjölhæft plast sem hægt er að nota á ýmsan hátt. ÞAð getur bæði verið mjúkt og sveigjanlegt og hart og sterkt. Við hjá IKEA notum PE-plast í plastpoka, frystipoka, kælikubba og skurðarbretti. Ein ástæðan fyrir því að okkur líkar þessi tegund plasts er að hægt er að framleiða það úr endurnýjanlegum hráefnum eins og maís og sykurreyr.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Skýlir fyrir raka og óhreinindum.
Hægt er að bæta við FRAKTA reipi til að festa yfirbreiðsluna niður.
Saumarnir eru bræddir saman og kantarnir sérstaklega styrktir. Kósar eru á öllum hornum og með 75 cm millibili.
Vörunúmer 993.046.96
1 pakkning(ar) alls
Geymdu á þurrum stað.
Lengd: | 35 cm |
Breidd: | 27 cm |
Hæð: | 3 cm |
Heildarþyngd: | 0,88 kg |
Nettóþyngd: | 0,87 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 2,5 l |
Vörunúmer 993.046.96
Vörunúmer | 993.046.96 |
Vörunúmer 993.046.96
Lengd: | 240 cm |
Breidd: | 310 cm |
Vörunúmer: | 993.046.96 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 35 cm |
Breidd: | 27 cm |
Hæð: | 3 cm |
Heildarþyngd: | 0,88 kg |
Nettóþyngd: | 0,87 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 2,5 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls