Fullkominn staðgengill fyrir einnota plastpoka. Ef þú ætlar þér að nota hann til að bera matvörur þurfa þær að vera innpakkaðar þar sem pokinn er ekki samþykktur fyrir að vera í beinni snertingu við matvæli.
IKEA vinnur með félagslegum fyrirtækjum víðs vegar um heim til þess að hanna einstakar vörur og skapa störf fyrir fólk sem þarf mest á því að halda.
Hægt er að bera töskuna á tvo vegu með ólunum – í hendinni eða á öxlinni.
Bómullarólin í frískandi grænum lífgar upp á töskuna og saumuðu endarnir skapa skemmtilega áferð.
Vasi að innan með flipa sem hentar vel fyrir smáhluti eins og veski, lykla og síma.
Bómull er mjúkt, endingargott og náttúrulegt efni sem er auðvelt í umhirðu því það má þvo í vél.