LED lýsing notar allt að 85% minna af orku og endist um 10 sinnum lengur en hefðbundin glópera.
LED tæknin sem líkir eftir glóðarþræði og falleg lögunin á ljósaperunni gera hana hefðbundna í útliti.
Litendurgjafargildi (CRI) ljósaperu gefur til kynna hversu vel ljósið sýnir liti á réttan hátt. Gildi yfir 80 er gott og í nálægð við náttúrulega birtu.
Lýsir strax á fullum krafti þegar kveikt er á ljósinu.
Ekki er hægt að nota ljósaperuna með dimmi.
LED ljósaperur eru bæði orkunýtnar og endingargóðar og líftíminn er um 15.000 klst. Þær hafa því tvo eiginleika sem gera þér kleift að spara, bæði í peruskiptum og rafmagni.
LED ljósaperur fást með mismunandi ljóshitastigi sem gerir birtuna ýmist hlýrri eða kaldari. Ljósaperan gefur frá sér sama hlýja bjarmann og kertaljós (1.800 Kelvin).
Hver skrautpera er munnblásin – það gefur þeim einstakt útlit.
LED ljósaperan gefur frá sér sömu hlýlegu birtuna og hefðbundin 26 W ljósapera – en án þess að flökta eða gefa frá sér hljóð. Það er einmitt það sem þú þarft til að skapa notalega stemningu í rýminu.
Þú getur stillt lengd rafmagnssnúrunnar. Þegar þú hefur fundið rétta hæð ljóssins getur þú vafið snúrunni inn í loftstykkið og fest upp í loftið.