LED lýsing notar allt að 85% minna af orku og endist um 20 sinnum lengur en hefðbundin glópera.
Þú getur deyft lýsinguna þráðlaust og aðlagað eftir þörfum.
Settið er klárt, það eina sem þú þarft að gera er að skrúfa ljósaperuna í lampann og byrja að nota ljósastýringuna.
Með því að stýra ljósmagninu getur þú breytt stemningunni í rýminu.
Með þráðlausum dimmi getur þú kveikt, slökkt og stýrt birtumagninu á ljósunum þínum.
Þú getur notað þráðlausa dimminn á allt að 10 snjallljósgjafa sem bregðast allir við á sama hátt.
Fáðu meira úr snjalllýsingunni og tengdu ljósaperurnar við DIRIGERA gátt fyrir snjallvörur. Láttu lýsinguna um að skapa rétta andrúmsloftið með því að nota tímastilla og senur í IKEA Home smart appinu.
Snjallvörur sem eru tengdar DIRIGERA gáttinni eru samhæfðar öllum snjallkerfum með matter-stuðningi.