1.690,-/4 stykki
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
BACKIG
„Það er okkar markmið að nota sjálfbærari efni í öllum vörunum okkar,“ segir Nanette Weisdal, sem vinnur með sjálfbærni í IKEA. „Það er í IKEA genunum.“ Úr þessu hafa komið vörur úr endurunnum efnum eins og BACKIG leirtauið.
Þegar kemur að gleframleiðslu er óhjákvæmilegt að einhver afgangur verði af gleri. Galdurinn er að kunna að nota það. „Stundum skerum við af vörunum til að laga þær til og stundum brotna vörur eða þær eru með galla eins og loftbólur og þá fara þær úr umferð,“ segir Daniel Stjernqvist verkfræðingur sem sérhæfir sig í gleri. „Afgangsglerið er brotið niður og fer aftur í bræðsluofninn.“
Glært gler er endurunnið í glært gler en glerið í BACKIG er dökkt með fjólubláum tón sem fæst þegar gler í mismunandi litum er brætt saman og endurunnið. Þetta er oft kallað svart gler. „Það er ódýrara að framleiða svart gler en svartan steinleir,“ segir Daniel. „Þar af leiðandi getum við boðið viðskiptavinum okkar ódýrari kost.“
Mikilvægara er þó öryggi fólks. Glerleifarnar í BACKIG vörunum fara aldrei úr verksmiðjunni og koma því úr umhverfi sem við vitum að fer eftir ströngustu stöðlum okkar og öryggiskröfum. Þar sem BACKIG kemst í snertingu við mat er línan hönnuð til að vera eins örugg og mögulegt er. „BACKIG er hugvitsamleg lína," segir Daniel, „Efnið er gott og öruggt og því ættum við að nýta það í eitthvað gott."
Gler er að mestu úr sandi, natróni og kalki sem er brætt á háum hita. Hægt er að herða glerið eða bæta við það mismunandi aukaefnum til að gera það einstaklega sterkt og höggþolið og í sumum tilfellum má jafnvel taka það úr frysti og setja beint í heitan ofn án þess að það springi. Stór kostur við glerið er að það er hægt að endurvinna það aftur og aftur án þess að það tapi gæðum. Það þarf líka minni orku til að bræða endurunnið gler en til að framleiða nýtt gler. Markmið okkar er að nota eingöngu endurunnið gler í vöruvali okkar í framtíðinni.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Úr tempruðu gleri sem er sterkt og endingargott.
Matarborðið verður sígilt en samt öðruvísi, þar sem borðbúnaðurinn er með mjúkum rúnnuðum hornum.
Vörunúmer 304.390.18
1 pakkning(ar) alls
Má fara í örbylgjuofn. Má fara í uppþvottavél.
Þvoðu fyrir fyrstu notkun.
Hert gler þarf að umgangast með varkárni! Skemmdur kantur eða rispað yfirborð getur valdið því að glerið brotnar skyndilega.
Lengd: | 14 cm |
Breidd: | 14 cm |
Hæð: | 14 cm |
Heildarþyngd: | 1,18 kg |
Nettóþyngd: | 1,12 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 2,7 l |
Vörunúmer 304.390.18
Vörunúmer | 304.390.18 |
Vörunúmer 304.390.18
Hæð: | 6 cm |
Þvermál: | 14 cm |
Fjöldi í pakka: | 4 stykki |
Rúmtak: | 0,6 l |
Vörunúmer: | 304.390.18 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 14 cm |
Breidd: | 14 cm |
Hæð: | 14 cm |
Heildarþyngd: | 1,18 kg |
Nettóþyngd: | 1,12 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 2,7 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls