Hentar vel til að bera fram eitthvað fljótlegt snarl til að borða fyrir framan sjónvarpið því gott er að halda í brúnina.
Borðbúnaðurinn í þessari línu er úr endurunnu efni frá skemmdum eða gölluðum vörum. Um 65-70% efnisins er úr verksmiðjunni en 30-35% er nýtt hráefni til þess að tryggja gæði varanna.
Kröftugur borðbúnaður í ljósdröppuðum lit, með hálfmattri áferð og óreglulegum flekkjum sem gerir hann líflegan og einstakan.
DAGGASTER borðbúnaðurinn er fyrir alls konar tilefni og rétti – hvort sem það er þriggja rétta kvöldverður eða tapas-kvöld í góðum félagsskap.