STORSINT
Bjórglas,
48 cl, glært gler

495,-

Magn: - +
STORSINT
STORSINT

STORSINT

495,-
Vefverslun: Til á lager
Glasið er hannað til að bæta bragð drykkjarins. Lögunin á glasinu þróar ilm og bragð Kristallinn er með skínandi gljáa og framkallar glaðlegt hljóð þegar þú skálar.
STORSINT bjórglas

Drekktu vínið úr réttu glasi

Vissir þú að það eru ákveðin vísindi á bak við það hvernig vínglös líta út? Sem betur fer þarft þú ekki að sökkva þér ofan í þau til að fá rétta glasið fyrir uppáhaldsvínið þitt. Við hönnuðum STORSINT glervörurnar til að þú gætir fengið ákjósanleg glös fyrir mismunandi drykki. En fyrst þurftum við að skilja hvað gerist þegar víni er hellt í glas í ákveðnu formi – og til þess fengum við aðstoð frá vínkjallarameistara. Vöruhönnuðurinn Malin Ljungström deilir með okkur nokkrum staðreyndum: „Það á til dæmis að framreiða yngri vín í minni glösum með aðeins þrengri toppi. Það er svo að vínið verði ekki fyrir of miklum áhrifum af súrefninu í loftinu“, útskýrir Malin. „En eldri og fyllri vín þurfa stærri og rúnnaðri glös með rúmum toppi til að hleypa sem mestu súrefni að víninu svo það geti ýtt undir lykt og bragð vínsins.“

Þunnt og endingargott gler. Hvernig þú upplifir að drekka vínið er einnig um jafnvægi á milli belgsins, standsins og fótarins. „Gott vínglas þarf að fara vel í hendi og vera fallegt,“ segir Malin. Okkur fannst mikilvægt að velja blýlausan kristal fyrir STORSINT. „Blý er málmur sem hefur skaðleg áhrif á bæði fólk og umhverfið og við leyfum það ekki í neinar vörur frá okkur. Blýlausa kristalglerið er með fallegum gljáa, það er þunnt og sterkt og það má þvo það í uppþvottavél“ segir Malin um leið og hún skellir tveimur glösum saman í skál sem myndar fallegan skarpan hljóm.

Ný sýn á vín

Samvinnan með vínkjallarameisturunum þýddi að sumar hugmyndir Malin um vín breyttust. Til dæmis það að kampavín og önnur freyðivín eigi alltaf að drekka úr háu kampavínsglasi svo það sé nóg pláss fyrir búbblurnar. „Það á við um yngri vín, en við lærðum að eldri kampavín eru ilmríkari og því er gott að vera þau fram í víðara glasi svo þau njóti sín betur“ segir Malin og bætir við: „Það er alltaf eitthvað nýtt að læra í vínheiminum.“

Sjá meira Sjá minna

Hugleiðingar hönnuða

Aaron Probyn, hönnuður

„Þegar ég hannaði STORSINT vildi ég búa til glös sem auka upplifunina. Ég gerði fótinn nettan og léttan svo þægilegt er að halda á því og glasið sjálft er belgmikið svo ilmurinn og bragðið njóti sín. Innblásturinn var að hluta sóttur til stórkostlegu glermunanna í Victoria and Albert-safninu í London. Með STORSINT vildi ég búa til glös sem henta hverju tilefni, eru fallega hönnuð og endast ár eftir ár.“


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X