Glas úr kristalgleri í fullkominni stærð fyrir létt og frískandi hvítvín.
Minna glas hjálpar til við að viðhalda ferskri sýru vínsins og fíngerðum ilmi, auk þess er notalegt að halda á því.
Létt og fersk hvítvín eins og Sauvignon Blanc, Riesling eða rósavín henta vel þar sem rúmmál glassins hjálpar til við að halda þeim köldum lengur.
Í STORSINT línunni eru glös fyrir alla drykki og því getur þú haft glös í stíl þegar þú leggur á borð.
Framleitt á svipaðan hátt og handgerð glös og því er glasafóturinn sléttur og án samskeyta.
Glasið lítur út fyrir að vera úr hefðbundnum kristal en er úr kristalgleri – sterkari kosti með tæru útliti og fínlegum tón þegar þú klingir glösum.
Lífið verður einfaldara þegar það má þvo í uppþvottavél.