VARDAGEN
Brauðhnífur,
23 cm, dökkgrátt

2.990,-

2.790,-

VARDAGEN
VARDAGEN

VARDAGEN

2.990,-
2.790,-
Vefverslun: Uppselt

Úr mólýbden-/vanadínstáli, sem er ryðfrítt, og því heldur hnífurinn bitinu lengur.

Hnífsblaðið er með tenntri egg sem hentar sérstaklega vel til að skera brauð og mjúkt grænmeti eins og tómata.

Stálið í hnífnum gengur í gegnum handfangið sem gerir hann mjög slitsterkan og stöðugan.

VARDAGEN brauðhnífur

Hannað fyrir mismunandi bragðlauka út um allan heim

Eldar þú stundum framandi rétti? Þá ertu hluti af alþjóðlegu trendi sem kallast „transculturalism“. Það þýðir að matreiðsla og matarvenjur í heiminum eru líkari en þig grunar. Hvernig komum við til móts við þessar venjur? Við hönnuðum VARDAGEN línuna, vörur sem hægt er að nota á mismunandi vegu. Á sænsku þýðir VARDAGEN „daglega“, en þannig eiga vörurnar að vera notaðar, hvar sem þú ert í heiminum.

„Neytendur hafa aðgang að menningarlegri fjölbreytni þegar kemur að mat,“ segir Ina Tidbeck Sjöblom, sem sem tók þátt í gerð varanna. „Þeir vilja smakka það besta sem fæst, sem þýðir að það er ekki bara í Asíu sem við þurfum búsáhöld fyrir sushi.“

Vörur fyrir ólíkar (og líkar) aðstæður

VARDAGEN vörurnar eru hannaðar til að breyta því sem er ólíkt í eitthvað sem við eigum sameiginlegt. Eins og eggjabikarinn. „Hann er meira í laginu eins og lítil skál,“ segir Ina. „Sem hentar líka fyrir asíska matargerð, skálin sem maður setur í chilimauk eða sósu.“ Önnur skál í línunni er í sömu stærð og asísk hrísgrjónaskál, en hægt að nota sem salatskál eða fyrir morgunkorn.

Svarið við almennri eftirspurn eftir endingargóðum vörum

VARDAGEN hefur þann eiginleika að passa inn hvar sem er og hentar mismunandi þörfum matgæðinga. Eitt af því sem fólk er sammála um hvar sem það er í heiminum, er mikilvægi góðrar endingar. „Við vitum af öllum prófunum og rannsóknum að fólk vill ekki kaupa og henda hlutum, það vill kaupa eitthvað sem endist,“ segir Ina. Þess vegna er VARDAGEN gert úr endingargóðu og sjálfbærara efni, eins og gleri, postulíni og ryðfríu stáli. Það þýðir að VARDAGEN vörurnar geta staðið undir nafni og gagnast fólki vel um ókomna tíð.

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er ryðfrítt stál?

Þú finnur ryðfrítt stál í allt frá byggingamannvirkjum og bílum til vaska og hnífa, Það er auðvelt að sjá hvers vegna það er notað í svona margt. Ryðfrítt stál er hart og endingargott og tærist lítið – sem sagt ryðgar ekki. Það inniheldur vanalega lítið af nikkeli og í IKEA vörur er aðallega notað nikkelfrítt stál. Eins og með marga aðra málma er hægt að endurvinna það aftur og aftur í nýja slitsterka hluti – án þess að það tapi dýrmætum eiginleikum sínum.

Eiginleikar

Jafnvægi og gott grip

Allir hnífarnir í VARDAGEN línunni eru í hefðbundnum og sígildum stíl. Línan inniheldur hnífa fyrir flest verk, eins og brauðhníf, flysjunarhníf og kokkahníf. Þeir eru hannaðir með jafnvægi og gott grip í huga og auðvelt er að nota þá og þrífa. Einnig er auðvelt að brýna hnífana og því hægt að nota þá eins lengi og þú vilt.

Gæði

Bit sem endist

VARDAGEN hnífarnir er gerðir til að endast í mörg skemmtileg ár í eldhúsinu. Hnífarnir eru úr mólýbden-/vanadíum stáli og því er blaðið hart og nógu sterkt til að hægt sé að beygja það án þess að það brotni. Með sérstakri og endingargóðri gerð af stáli haldast hnífarnir beittir lengur, þannig að þú getur skorið niður, flysjað og saxað það sem þú vilt. Sterkbyggð lögunin er innblásin af gamaldags hnífum, til þess að ná fram sígildu og hefðbundnu útliti.

Hugleiðingar hönnuða

Pia Amsell og Barbro Berlin, hönnuðir

„Þegar við hönnuðum VARDAGEN hnífana vorum við með trausta, gamaldags eldhúshnífa í huga með sterku og sígildu yfirbragði. Þar sem eldamennska er handiðn, þá gáfum við hnífunum einfaldar línur sem gefa gott grip og auðvelda notkun. Þökk sé hönnuninni, þá munu þeir nýtast í mörg ár og passa vel með öðrum eldhúsáhöldum. En helst viljum við að hnífarnir hvetji fólk til að elda og skapa fullt af ljúffengum minningum í eldhúsinu.“


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X