Fjölhátalarakerfið gerir þér kleift að tengja hátalarann við aðra Bluetooth-hátalara sem eru með þessa virkni. Þá getur þú hlustað á sömu tónlist í fleiri en einum hátalara í einu!
Bluetooth-hátalarinn er einfaldur í notkun og er með góð hljómgæði, sem auðvelt er að betrumbæta enn frekar með fjölhátalarakerfi, sem gerir þér kleift að tengja fleiri Bluetooth-hátalara saman.
Tónlist, hljóðbækur og hlaðvörp geta bætt andrúmsloftinu heima og sameinað fjölskylduna. Einnig getur tónlist sett rétta tóninn þegar vinir koma í mat.
Spotify Tap-virknin gerir þér kleift að halda áfram að hlusta þar sem frá var horfið. Þú ýtir einfaldlega á hnappinn og tónlistin heldur áfram.
Spotify Tap-virknin spilar lög sem þér gæti líkað, miðað við hlustunarsöguna þína. Þú getur því uppgötvað nýja tónlist. Ef þú vilt skipta um lag getur þú einfaldlega ýtt aftur á hnappinn.
Gerir þér kleift að hlusta á uppáhaldstónlistina eða -hlaðvarpið, hvar sem er. Þú þarft bara símann þinn, tölvu eða annað tæki með Bluetooth-tengingu.
Fjölhæfur hátalari sem hægt er að stilla hallan á eftir þörfum – raufar fyrir snúrur á botninum auðvelda þér að færa hann til og jafnframt viðhalda glæsilegu útlitinu.
Þú þarft aðeins að ýta og halda þar til þú finnur rétta ljósmagnið sem hæfir stemningunni eða þörfum þínum.