SYMFONISK WiFi-hátalari gerir þér kleift að streyma tónlist, útvarpi eða hlaðvarpi af netinu og streymisveitum.
Hægt að tengja við helstu tónlistarstreymisveitur.
Þú getur stjórnað hverjum hátalara fyrir sig, og getur því hlustað á tónlist í einu herbergi á meðan börnin hlusta á hljóðbók í öðru, eða spilað það sama á öllu heimilinu.
Hægt að nota með Airplay 2 svo þú getur streymt hljóði beint úr Apple-tækinu þínu.
Þú getur streymt tónlist, hlaðvarpi eða útvarpi í gegnum WiFi án þess að símtöl eða tilkynningar trufli. Tónlistin heldur áfram þrátt fyrir að síminn eða spjaldtölvan sé ekki nálægt.
Hægt að nota með Spotify Connect sem þýðir að þú getur streymt tónlist beint frá Spotify-appinu í hátalarann.
SYMFONISK gólfstandur fyrir hátalara auðveldar þér að fella tæknina að heimilinu.
Henta vel ef þú vilt vera með tvo samsvarandi hátalara sem aftari hátalara í heimabíókerfinu.
Bættu við SYMFONISK rafmagnssnúru, 3,5 metrar, til að fá aukinn sveigjanleika.
Ef þú vilt hafa hljóðið víðóma getur þú haft tvo samsvarandi hátalara.
Hátalarinn er samstarfsverkefni IKEA og Sonos og því tengist hann auðveldlega öðrum Sonos vörum.
Hátalarinn fyllir upp í rýmið með sterkum og góðum hljóm sem gerir þér kleift að ná fram réttri stemningu á heimilinu.
Með snjallvörum úr IKEA verður ýmislegt einfaldara þegar kemur að lýsingu, hátölurum, rúllugardínum og lofthreinsitækjum.
Með því að tengja vöruna við DIRIGERA gáttina opnast fleiri möguleikar og þú getur stýrt henni ásamt öðrum snjallvörum í IKEA Home smart appinu.
Með IKEA Home smart appinu getur þú deyft ljósin, dregið upp gardínur, kveikt á tónlist, stýrt ákveðnum herbergjum, stillt sérstakar senur, tengt raddstýringu og fleira.