SYMFONISK WiFi-hátalari gerir þér kleift að streyma tónlist, útvarpi eða hlaðvarpi af netinu og streymisveitum.
Hægt að tengja við helstu tónlistarstreymisveitur.
Hægt að nota með Airplay 2 svo þú getur streymt hljóði beint úr Apple-tækinu þínu.
Hægt að nota sem stakan hljóðgjafa eða með öðrum SYMFONISK eða Sonos-vörum til að stækka hljóðheiminn þinn.
Hægt að nota með Spotify Connect sem þýðir að þú getur streymt tónlist beint frá Spotify-appinu í hátalarann.
Allir SYMFONISK hátalararnir tengjast með WiFi svo þú getur skapað þann hljóm sem þú vilt á heimilinu. Hlustaðu á hlaðvarp í svefnherberginu á meðan einhver annar spilar tónlist í stofunni, eða láttu alla hátalara hússins spila sömu tónlistina samtímis.
Uppsetning SYMFONISK er einföld, stingdu hátalaranum í samband, náðu í Sonos-appið og fylgdu leiðbeiningum þess skref fyrir skref.
Hægt er að tengja saman tvo eða fleiri SYMFONISK hátalara, þeir spila þá það sama en jafnframt er hægt að stýra hljóðstyrk hvers hátalara fyrir sig.
Þegar hljóð berst í 180° dreifir það sér betur um rýmið – og upplifunin verður meiri fyrir hlustandann.
Lampi með hátalara sem þú getur ákvarðað útlitið á. Veldu um svartan eða hvítan lampaskerm úr gleri eða vefnaði.
Þú þarft að bæta við lampaskermi SYMFONISK línunni fyrir SYMFONISK lampafót með hátalara. Lampaskermarnir eru sérstaklega hannaðir til að styðja við bestu mögulegu hljóðupplifunina.
Þú getur tengt tvo eins WiFi-hátalara saman til að fá víðóma hljóm. Þú getur einnig tengt einn gólflampa með hátalara við lampafót með WiFi-hátalara.