Sjálfbærara efni
STARKVIND
Borð með lofthreinsitæki,
bæsaður eikarspónn/svarbrúnt snjallvara

27.950,-

STARKVIND
STARKVIND

STARKVIND

27.950,-
Vefverslun: Uppselt
Hliðarborð og lofthreinsitæki í einu húsgagni sem bætir loftgæðin innandyra. Hægt er að stilla STARKVIND handvirkt, setja það á sjálfvirka stillingu og tengja það við DIRIGERA gátt og stjórna því með IKEA Home smart appinu.
STARKVIND borð með lofthreinsitæki

Hreinsar loftið og passar upp á kaffibollann

Er STARKVIND borð eða lofthreinsitæki? Bæði! Við hjá IKEA viljum hugsa hlutina öðruvísi til að geta fengið sem mest út úr rýminu. Ein leiðin til þess er að sameina tvö mismunandi hlutverk í einni vöru.

Hugmyndin að STARKVIND kviknaði þegar Paul Larsson, einn reyndasti verkfræðingurinn okkar, hélt hugmyndafund með samstarfsfólki sínu á sviði lofthreinsitækja. „Með þekkingu okkar á húsgögnum höfum við einstakt tækifæri á því að fella tæknina inn í heimilið og blanda saman efnum eins og plasti, málmi, vefnaði og við á öruggan hátt.“

Það er í lagi að sulla niður

En hvað gerist ef kaffibollinn sem þú leggur á borðið fellur um koll og kaffið sullast í áttina að lofthreinsitækinu? Það er auðvitað eitt af því sem Paul og teymið hans hugsuðu út í. „Lausnin er að stöðva vökvann áður en hann nær að viftunni í lofthreinsitækinu. Við byrjuðum á að hugsa um að setja gúmmírönd undir borðplötuna en áttuðum okkur svo á því að við gætum tekið út í stað þess að bæta við.“ Þú getur fundið mjóar raufar í viðnum undir borðplötunni. „Vökvinn safnast saman í raufarnar og lekur niður á gólf í stað þess að drjúpa ofan í lofthreinsitækið. Þessi hugmynd var svo góð að við höfum fengið einkaleyfi á henni.“

Strangar öryggisprófanir

Að sameina lofthreinsitæki og borð þýddi ný og ströng öryggispróf. „Til að standast kröfur okkar varð STARKVIND að þola 100 kílóa þrýsting ofan frá á 10 sekúndna fresti ásamt þrýstingi á hliðarnar 10.000 sinnum. Þetta eru próf sem við gerum við öll borð en ekki eitthvað sem lofthreinsitæki þarf venjulega að þola.“ Paul segir að öll vöruþróun snúist um að finna jafnvægi á milli hagnýtra og fagurfræðilegra lausna og þeim fannst sérstaklega mikilvægt að gera STARKVIND rétt. „Það er góð tilfinning að geta stuðlað að hreinu innilofti með einhverju sem fellur vel inn og verður náttúrulegur hluti heimilisins.“

Sjá meira Sjá minna

Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X